Sniðugir aukabitar 4. janúar 2013 17:00 Hugaðu vel að aukabitanum! Lykillinn að stöðugum blóðsykri og mikilli brennslu er að borða reglulega og ekki mjög mikið hverju sinni. Þess vegna skiptir aukabitinn máli. Þetta og fleira fróðlegt segir í bókinni Sex kíló á sex vikum eftir Ulrika Davidsson og Ola Lauritzson, sem bókaútgáfan Bjartur & Veröld gaf út nýverið. Hér má finna uppskriftir að nokkrum aukabitum með lágum sykurstuðli sem einfalt er að útbúa: Berið þeytinga fram í fallegum glösum, það er einfaldlega skemmtilegra að drekka þá svoleiðis. Jarðarberjaþeytingur 1 dl frosin jarðarber 1 dl hrein jógúrt eða skyr 1 dl appelsína Takið börkinn af appelsínunni, setjið allt í blandarann og blandið í nokkrar sekúndur. Berið strax fram. Orkustangir Tilvalið nesti til að taka með í vinnuna og í ferðalög. 25-30 stk.600 g sykurlaust granóla1 dl trönuber½ dl furuhnetur2 dl af blönduðum fræjum, s.s. graskersfræ og sólblómafræ2 egg Hitið ofninn í 175 gráður. Blandið öllu hráefninu saman í skál. Klæðið ofnskúffuna með bökunarpappír og dreifið blöndunni í skúffuna. Látið kólna og skerið síðan í bita.Mangó- og trönuberjakúlur 12 stk.2 sneiðar þurrkað mangó1 dl kasjúhnetur1 dl trönuber3 dl kókósmjöl½ dl vatn Leggið mangóið í bleyti í nokkrar mínútur. Malið kasjúhneturnar í matvinnsluvél í nokkrar sekúndur. Bætið mangósneiðum, trönuberjum, helmingnum af kókosmjölinu og vatni út í og hrærið í jafnt deig. Mótið deigið í litlar kúlur og veltið upp úr afganginum af kókosmjölinu. Geymið á köldum stað. Súkkulaðikúlur 12 stk.2 gráfíkjur½ dl vatn1 dl kasjúhnetur½ dl kakó1 dl kókósmjöl1 dl sesamfræ Leggið gráfíkjurnar í bleyti í nokkrar mínútur. Malið kasjúhneturnar í matvinnsluvél í nokkrar sekúndur. Bætið við gráfíkjum, kakói og kókosmjöli og hrærið í jafnt deig. Mótið deigið í litlar bollur og veltið upp úr sesamfræjum. Geymið á köldum stað. Boozt Dögurður Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Lykillinn að stöðugum blóðsykri og mikilli brennslu er að borða reglulega og ekki mjög mikið hverju sinni. Þess vegna skiptir aukabitinn máli. Þetta og fleira fróðlegt segir í bókinni Sex kíló á sex vikum eftir Ulrika Davidsson og Ola Lauritzson, sem bókaútgáfan Bjartur & Veröld gaf út nýverið. Hér má finna uppskriftir að nokkrum aukabitum með lágum sykurstuðli sem einfalt er að útbúa: Berið þeytinga fram í fallegum glösum, það er einfaldlega skemmtilegra að drekka þá svoleiðis. Jarðarberjaþeytingur 1 dl frosin jarðarber 1 dl hrein jógúrt eða skyr 1 dl appelsína Takið börkinn af appelsínunni, setjið allt í blandarann og blandið í nokkrar sekúndur. Berið strax fram. Orkustangir Tilvalið nesti til að taka með í vinnuna og í ferðalög. 25-30 stk.600 g sykurlaust granóla1 dl trönuber½ dl furuhnetur2 dl af blönduðum fræjum, s.s. graskersfræ og sólblómafræ2 egg Hitið ofninn í 175 gráður. Blandið öllu hráefninu saman í skál. Klæðið ofnskúffuna með bökunarpappír og dreifið blöndunni í skúffuna. Látið kólna og skerið síðan í bita.Mangó- og trönuberjakúlur 12 stk.2 sneiðar þurrkað mangó1 dl kasjúhnetur1 dl trönuber3 dl kókósmjöl½ dl vatn Leggið mangóið í bleyti í nokkrar mínútur. Malið kasjúhneturnar í matvinnsluvél í nokkrar sekúndur. Bætið mangósneiðum, trönuberjum, helmingnum af kókosmjölinu og vatni út í og hrærið í jafnt deig. Mótið deigið í litlar kúlur og veltið upp úr afganginum af kókosmjölinu. Geymið á köldum stað. Súkkulaðikúlur 12 stk.2 gráfíkjur½ dl vatn1 dl kasjúhnetur½ dl kakó1 dl kókósmjöl1 dl sesamfræ Leggið gráfíkjurnar í bleyti í nokkrar mínútur. Malið kasjúhneturnar í matvinnsluvél í nokkrar sekúndur. Bætið við gráfíkjum, kakói og kókosmjöli og hrærið í jafnt deig. Mótið deigið í litlar bollur og veltið upp úr sesamfræjum. Geymið á köldum stað.
Boozt Dögurður Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira