Óska eftir tilboðum í Eldvatn 2. janúar 2013 14:46 Eldvatn. Mynd / Lax-á Veiðifélag Eldvatns í Meðallandi í Vestur-Skaftafellsskýslu hefur óskað eftir tilboðum í silungsveiði í Eldvatni. Þetta kemur fram kemur á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Óskaðir er eftir tilboðum í veiðina frá og með árinu 2013 til og með 2019. Í Eldvatni, sem er um 20 kílómetrum frá Kirkjubæjarklaustri, er veitt á sex stangir frá 1. apríl til 10. október og er eingöngu heimil fluguveiði. Tilboðin verða opnuð laugardaginn 26. janúar í veiðihúsi Eldvatns. Vatnasvæði Eldvatns er um 20 kílómetra langt með um 40 merktum veiðistöðum. Líkt og mörg önnur svæði í Vestur-Skaftafellssýslu, er Eldvatn þekkt fyrir vænan sjóbirting þó einnig veiðist lax og bleikja á svæðinu. Þess má geta að Steinsmýrarvötn tengjast Eldvatni með skurði og Eldvatnsbotnar eru efsti hlut árinnar. Pétur Pétursson, oft kenndur við Vatnsdalsá, var í samstarfi við veiðiréttareigendur Eldvatns þar til síðasta vetur þegar hann sagði sig frá samningnum eins og það var orðað í frétt Vatna og veiði í mars á síðasta ári.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Tíu risaurriðar í Minnivallalæk Veiði Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Hlíðarvatn komið í gang og fiskurinn er í hörkutöku Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Lagarfljótsormurinn á Animal Planet Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði
Veiðifélag Eldvatns í Meðallandi í Vestur-Skaftafellsskýslu hefur óskað eftir tilboðum í silungsveiði í Eldvatni. Þetta kemur fram kemur á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Óskaðir er eftir tilboðum í veiðina frá og með árinu 2013 til og með 2019. Í Eldvatni, sem er um 20 kílómetrum frá Kirkjubæjarklaustri, er veitt á sex stangir frá 1. apríl til 10. október og er eingöngu heimil fluguveiði. Tilboðin verða opnuð laugardaginn 26. janúar í veiðihúsi Eldvatns. Vatnasvæði Eldvatns er um 20 kílómetra langt með um 40 merktum veiðistöðum. Líkt og mörg önnur svæði í Vestur-Skaftafellssýslu, er Eldvatn þekkt fyrir vænan sjóbirting þó einnig veiðist lax og bleikja á svæðinu. Þess má geta að Steinsmýrarvötn tengjast Eldvatni með skurði og Eldvatnsbotnar eru efsti hlut árinnar. Pétur Pétursson, oft kenndur við Vatnsdalsá, var í samstarfi við veiðiréttareigendur Eldvatns þar til síðasta vetur þegar hann sagði sig frá samningnum eins og það var orðað í frétt Vatna og veiði í mars á síðasta ári.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Tíu risaurriðar í Minnivallalæk Veiði Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Hlíðarvatn komið í gang og fiskurinn er í hörkutöku Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Lagarfljótsormurinn á Animal Planet Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði