Níu gíra sjálfskiptingar hjá Chrysler 19. janúar 2013 13:00 Dodge Dart fær nýju 9 gíra sjálfskiptinguna Er nýlunda í ódýrari gerðum bíla. Þrjár gerðir Chrysler bíla fá 9 gíra sjálfskiptingar í ár og verða slíkar skiptingar settar í 200.000 bíla strax á þessu ári. Bílgerðirnar eru Chrysler 200, Dodge Dart og Jeep Liberty, en Dodge og Jeep merkin eru hluti af Chrysler. Verður Jeep Liberty fyrstur hann bílanna til að fá þessa nýja fjölgíra skiptingu og verður hann strax til sölu á öðrum ársfjórðungi. Svo margra gíra sjálfskipting er nýlunda í ódýrari gerðum bíla, en hún á stuðla að minnkandi eyðslu þeirra. Chrysler er í eigi Fiat og forstjóri Fiat segir að þessi sjálfskipting sé framtíðin fyrir framhjóladrifna og fjórhjóladrifna bíla fyrirtækisins. Chrysler gekk mjög vel á liðnu ári og seldi 1,65 milljón bíla og jók söluna um 21%. Það er annað en hægt er að segja um móðurfyrirtækið Fiat sem seldi færri bíla en árið á undan. Ekki kemur fram hvort til standi að þessar 9 gíra sjálfskiptingar verði einnig settar í bíla Fiat. Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent
Er nýlunda í ódýrari gerðum bíla. Þrjár gerðir Chrysler bíla fá 9 gíra sjálfskiptingar í ár og verða slíkar skiptingar settar í 200.000 bíla strax á þessu ári. Bílgerðirnar eru Chrysler 200, Dodge Dart og Jeep Liberty, en Dodge og Jeep merkin eru hluti af Chrysler. Verður Jeep Liberty fyrstur hann bílanna til að fá þessa nýja fjölgíra skiptingu og verður hann strax til sölu á öðrum ársfjórðungi. Svo margra gíra sjálfskipting er nýlunda í ódýrari gerðum bíla, en hún á stuðla að minnkandi eyðslu þeirra. Chrysler er í eigi Fiat og forstjóri Fiat segir að þessi sjálfskipting sé framtíðin fyrir framhjóladrifna og fjórhjóladrifna bíla fyrirtækisins. Chrysler gekk mjög vel á liðnu ári og seldi 1,65 milljón bíla og jók söluna um 21%. Það er annað en hægt er að segja um móðurfyrirtækið Fiat sem seldi færri bíla en árið á undan. Ekki kemur fram hvort til standi að þessar 9 gíra sjálfskiptingar verði einnig settar í bíla Fiat.
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent