Níu gíra sjálfskiptingar hjá Chrysler 19. janúar 2013 13:00 Dodge Dart fær nýju 9 gíra sjálfskiptinguna Er nýlunda í ódýrari gerðum bíla. Þrjár gerðir Chrysler bíla fá 9 gíra sjálfskiptingar í ár og verða slíkar skiptingar settar í 200.000 bíla strax á þessu ári. Bílgerðirnar eru Chrysler 200, Dodge Dart og Jeep Liberty, en Dodge og Jeep merkin eru hluti af Chrysler. Verður Jeep Liberty fyrstur hann bílanna til að fá þessa nýja fjölgíra skiptingu og verður hann strax til sölu á öðrum ársfjórðungi. Svo margra gíra sjálfskipting er nýlunda í ódýrari gerðum bíla, en hún á stuðla að minnkandi eyðslu þeirra. Chrysler er í eigi Fiat og forstjóri Fiat segir að þessi sjálfskipting sé framtíðin fyrir framhjóladrifna og fjórhjóladrifna bíla fyrirtækisins. Chrysler gekk mjög vel á liðnu ári og seldi 1,65 milljón bíla og jók söluna um 21%. Það er annað en hægt er að segja um móðurfyrirtækið Fiat sem seldi færri bíla en árið á undan. Ekki kemur fram hvort til standi að þessar 9 gíra sjálfskiptingar verði einnig settar í bíla Fiat. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent
Er nýlunda í ódýrari gerðum bíla. Þrjár gerðir Chrysler bíla fá 9 gíra sjálfskiptingar í ár og verða slíkar skiptingar settar í 200.000 bíla strax á þessu ári. Bílgerðirnar eru Chrysler 200, Dodge Dart og Jeep Liberty, en Dodge og Jeep merkin eru hluti af Chrysler. Verður Jeep Liberty fyrstur hann bílanna til að fá þessa nýja fjölgíra skiptingu og verður hann strax til sölu á öðrum ársfjórðungi. Svo margra gíra sjálfskipting er nýlunda í ódýrari gerðum bíla, en hún á stuðla að minnkandi eyðslu þeirra. Chrysler er í eigi Fiat og forstjóri Fiat segir að þessi sjálfskipting sé framtíðin fyrir framhjóladrifna og fjórhjóladrifna bíla fyrirtækisins. Chrysler gekk mjög vel á liðnu ári og seldi 1,65 milljón bíla og jók söluna um 21%. Það er annað en hægt er að segja um móðurfyrirtækið Fiat sem seldi færri bíla en árið á undan. Ekki kemur fram hvort til standi að þessar 9 gíra sjálfskiptingar verði einnig settar í bíla Fiat.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent