DUST 514 lendir 22. janúar - opin prufukeyrsla hefst 17. janúar 2013 13:04 Nú styttist í að íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP opni fyrir spilun á nýjustu afurð sinni, fjölspilunarleiknum DUST 514. Sem kunnugt er verður leikurinn aðeins fáanlegur á PlayStation 3 leikjatölvunni og það gjaldfrjálst. Svokölluð Beta-útgáfa af DUST 514 fer í loftið þann 22. janúar næstkomandi. Síðustu ár hefur CCP unnið að þróun tölvuleiksins en hann markar að mörgu leyti tímamót í leikjasögunni. Síðustu mánuði hefur leikurinn verið í lokaðri spilun, nú er komið að því að hefja opna prufukeyrslu. Á dögunum var DUST 514, sem er fyrstu persónu skotleikur, tengdur við fjölspilunarleik CCP, EVE Online, en leikirnir tveir eiga sér stað í hinum eina og sama söguheimi. Þannig munu eigendur PlayStation 3 leikjatölvunnar og spilarar á PC eða Mac tölvum nú geta haft samskipti í fyrsta sinn. „Opin prufukeyrsla DUST 514 markar annað skref í átt að langtímamarkmiðum okkar er varða DUST 514 og EVE Online," segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. „En þetta er aðeins byrjunin. Rétt eins og við höfum gert með EVE Online þá munum við á næstu vikum og árum halda áfram að bæta og víkka við reynslu spilara af DUST 514."Hér fyrir ofan má sjá brot úr DUST 514. Í myndbandinu fyrir neðan má síðan sjá stutt kynningarmyndband sem leikjavefsíðan vinsæla IGN tók saman um tölvuleikinn. Leikjavísir Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Nú styttist í að íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP opni fyrir spilun á nýjustu afurð sinni, fjölspilunarleiknum DUST 514. Sem kunnugt er verður leikurinn aðeins fáanlegur á PlayStation 3 leikjatölvunni og það gjaldfrjálst. Svokölluð Beta-útgáfa af DUST 514 fer í loftið þann 22. janúar næstkomandi. Síðustu ár hefur CCP unnið að þróun tölvuleiksins en hann markar að mörgu leyti tímamót í leikjasögunni. Síðustu mánuði hefur leikurinn verið í lokaðri spilun, nú er komið að því að hefja opna prufukeyrslu. Á dögunum var DUST 514, sem er fyrstu persónu skotleikur, tengdur við fjölspilunarleik CCP, EVE Online, en leikirnir tveir eiga sér stað í hinum eina og sama söguheimi. Þannig munu eigendur PlayStation 3 leikjatölvunnar og spilarar á PC eða Mac tölvum nú geta haft samskipti í fyrsta sinn. „Opin prufukeyrsla DUST 514 markar annað skref í átt að langtímamarkmiðum okkar er varða DUST 514 og EVE Online," segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. „En þetta er aðeins byrjunin. Rétt eins og við höfum gert með EVE Online þá munum við á næstu vikum og árum halda áfram að bæta og víkka við reynslu spilara af DUST 514."Hér fyrir ofan má sjá brot úr DUST 514. Í myndbandinu fyrir neðan má síðan sjá stutt kynningarmyndband sem leikjavefsíðan vinsæla IGN tók saman um tölvuleikinn.
Leikjavísir Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira