Schreyer tekur einnig yfir hönnun Hyundai bíla 14. janúar 2013 10:15 Peter Schreyer á bílasýningunni í Chicaco í fyrra Peter Scheyer teiknaði nýju Bjöllu Volkswagen og Audi TT áður en hann réðst til Kia. Kia gerði aðalhönnuð sinn, Þjóðverjann Peter Schreyer, að einum af þremur forstjórum fyrirtækisins í byrjun ársins. Vegtyllur og hlutverk hans hafa þó enn aukist. Hann hefur einnig verið settur yfir hönnun allra Hyundai bíla. Hyundai fyrirtækið er fimmta stærsta bílafyrirtæki heims og framleiðir bíla undir merkjum Hyundai og Kia. Það seldi 7,12 milljón bíla í fyrra og áætlar að selja 7,41 milljón bíla í ár. Hönnunardeildir fyrirtækjanna tveggja hafa hingað til verið aðskildar með öllu. Vöxtur Kia hefur verið meiri en hjá Hyundai á síðustu árum og á verðlaunuð hönnun Schreyer á Kia bílum stóran þátt í því. Í því ljósi kemur hlutverk Schreyer nú hjá Hyundai ekki á óvart og á hann nú að sjá til þess að Hyundai bílar verði álíka fagrir og Kia bílar. Hyundai segist hafa það markmið að slá við Volkswagen og BMW er kemur að hönnun bíla sinna. Hvort það tekst með Schreyer við stjórnvölinn kemur svo í ljós. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent
Peter Scheyer teiknaði nýju Bjöllu Volkswagen og Audi TT áður en hann réðst til Kia. Kia gerði aðalhönnuð sinn, Þjóðverjann Peter Schreyer, að einum af þremur forstjórum fyrirtækisins í byrjun ársins. Vegtyllur og hlutverk hans hafa þó enn aukist. Hann hefur einnig verið settur yfir hönnun allra Hyundai bíla. Hyundai fyrirtækið er fimmta stærsta bílafyrirtæki heims og framleiðir bíla undir merkjum Hyundai og Kia. Það seldi 7,12 milljón bíla í fyrra og áætlar að selja 7,41 milljón bíla í ár. Hönnunardeildir fyrirtækjanna tveggja hafa hingað til verið aðskildar með öllu. Vöxtur Kia hefur verið meiri en hjá Hyundai á síðustu árum og á verðlaunuð hönnun Schreyer á Kia bílum stóran þátt í því. Í því ljósi kemur hlutverk Schreyer nú hjá Hyundai ekki á óvart og á hann nú að sjá til þess að Hyundai bílar verði álíka fagrir og Kia bílar. Hyundai segist hafa það markmið að slá við Volkswagen og BMW er kemur að hönnun bíla sinna. Hvort það tekst með Schreyer við stjórnvölinn kemur svo í ljós.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent