Lækkar bensínið í ár? 13. janúar 2013 11:00 Gæti orðið fyrsta árið í langan tíma sem eldsneyti lækkar. Spár benda til þess að verð á bensíni muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum og að lækkunin gæti numið um 5 prósentustigum. Nægt framboð er á olíu og eftirspurn mun vaxa lítið. Ef þessar spár reynast réttar verður árið í ár fyrsta árið í langan tíma þar sem verð á eldsneyti lækkar milli ára. Hækkun eða lækkun eldsneytisverð vestanhafs endurspeglast gjarna á öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum hefur verð á eldsneyti fallið nokkuð á undanförnum mánuðum og því mun áætluð lækkun í ár bætast við þá lækkun og þykja það góðar fréttir. Þar í landi er reyndar verð á bensíni um það bil helmingi lægra en hér á landi, en þykir samt hátt. Helsta ástæða þess að lækkandi eldsneytisverð hefur ekki skilað sér við bensíndælurnar hér er gengisþróun krónunnar, sem fallið hefur nokkuð undanfarið. Snemma á síðasta ári lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um tímabundna lækkun á álögum ríkisins á eldsneyti og ef þær hefðu verið samþykktar hefði lítraverð á bensíni lækkað um 50 krónur. Ekki hefur það enn gengið eftir, en hvað verður eftir kosningar í vor á tíminn eftir að leiða í ljós. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent
Gæti orðið fyrsta árið í langan tíma sem eldsneyti lækkar. Spár benda til þess að verð á bensíni muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum og að lækkunin gæti numið um 5 prósentustigum. Nægt framboð er á olíu og eftirspurn mun vaxa lítið. Ef þessar spár reynast réttar verður árið í ár fyrsta árið í langan tíma þar sem verð á eldsneyti lækkar milli ára. Hækkun eða lækkun eldsneytisverð vestanhafs endurspeglast gjarna á öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum hefur verð á eldsneyti fallið nokkuð á undanförnum mánuðum og því mun áætluð lækkun í ár bætast við þá lækkun og þykja það góðar fréttir. Þar í landi er reyndar verð á bensíni um það bil helmingi lægra en hér á landi, en þykir samt hátt. Helsta ástæða þess að lækkandi eldsneytisverð hefur ekki skilað sér við bensíndælurnar hér er gengisþróun krónunnar, sem fallið hefur nokkuð undanfarið. Snemma á síðasta ári lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um tímabundna lækkun á álögum ríkisins á eldsneyti og ef þær hefðu verið samþykktar hefði lítraverð á bensíni lækkað um 50 krónur. Ekki hefur það enn gengið eftir, en hvað verður eftir kosningar í vor á tíminn eftir að leiða í ljós.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent