23 ára með eigin skartgripalínu 12. janúar 2013 09:15 Rut Karlsdóttir, 23 ára, útskrifaðist af listnámsbraut úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 2009. Tveimur árum seinna fluttist Rut til Barcelona og kláraði þar fyrsta árið í fatahönnun í IED Barcelona. Eftir heimkomuna frá Barcelona fór hún að fikta við að hanna hálsmenalínu sem naut strax mikilla vinsælda hjá bæði kvenkyns -og karlkyns vinum Rutar, fleiri aðdáendur bættust síðan í hópinn og hefur hún því ákveðið að halda áfram að hanna og breikka hálsmenalínu sína Rut Karls Jewelry.Þú ert flutt heim, var ævintýrið búið? Ég kom heim reynslunni ríkari en skólinn heillaði mig ekki til þess að halda þar áfram. Barcelona á hins vegar hjarta mitt og dreymir mig um að flytja þangað aftur. Menningin, fólkið og borgin sjálf á mjög vel við mig. Ég vinn núna í móttökunni á Hótel Reykjavík en ég ætla mér í nám aftur næsta haust, ég er að skoða skóla bæði hérna heima og erlendis.Í lokaverkefninu mínu úti lærði ég mikið um það að endurtúlka og að koma hugmyndaflæðinu af stað. Þetta var langt verkefni sem við vorum að vinna í hálft ár. Við fórum á listasafnið Macba og völdum okkur verk á sýningunni sem var í gangi þar og unnum okkar eigin hugmyndir út frá verkinu. Hugmyndin sem ég vann út frá var geimurinn og þá einna helst geimþoka og svarthol. Ég var mikið í því að lita og breyta efnum í samræmi við það og notaði leður á móti. Þetta var mjög skemmtilegt og það var skemmtilegt að sjá hvað allir í bekknum voru að gera ólíka hluti. Sjá meira á Tiska.is.Lesa viðtalið í heild sinni við Rut HÉR. Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Rut Karlsdóttir, 23 ára, útskrifaðist af listnámsbraut úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 2009. Tveimur árum seinna fluttist Rut til Barcelona og kláraði þar fyrsta árið í fatahönnun í IED Barcelona. Eftir heimkomuna frá Barcelona fór hún að fikta við að hanna hálsmenalínu sem naut strax mikilla vinsælda hjá bæði kvenkyns -og karlkyns vinum Rutar, fleiri aðdáendur bættust síðan í hópinn og hefur hún því ákveðið að halda áfram að hanna og breikka hálsmenalínu sína Rut Karls Jewelry.Þú ert flutt heim, var ævintýrið búið? Ég kom heim reynslunni ríkari en skólinn heillaði mig ekki til þess að halda þar áfram. Barcelona á hins vegar hjarta mitt og dreymir mig um að flytja þangað aftur. Menningin, fólkið og borgin sjálf á mjög vel við mig. Ég vinn núna í móttökunni á Hótel Reykjavík en ég ætla mér í nám aftur næsta haust, ég er að skoða skóla bæði hérna heima og erlendis.Í lokaverkefninu mínu úti lærði ég mikið um það að endurtúlka og að koma hugmyndaflæðinu af stað. Þetta var langt verkefni sem við vorum að vinna í hálft ár. Við fórum á listasafnið Macba og völdum okkur verk á sýningunni sem var í gangi þar og unnum okkar eigin hugmyndir út frá verkinu. Hugmyndin sem ég vann út frá var geimurinn og þá einna helst geimþoka og svarthol. Ég var mikið í því að lita og breyta efnum í samræmi við það og notaði leður á móti. Þetta var mjög skemmtilegt og það var skemmtilegt að sjá hvað allir í bekknum voru að gera ólíka hluti. Sjá meira á Tiska.is.Lesa viðtalið í heild sinni við Rut HÉR.
Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira