Finnur auð bílastæði 10. janúar 2013 13:55 Hugbúnaðurinn finnur laus stæði og tiltekur kostnað og opnunartíma Búnaðurinn gæti minnkað umferðarþunga í borgum til muna. Einn notadrýgsti búnaður sem hugsast getur í bíl er vafalaust upplýsingar um hvar má finna laus bílastæði í fjölmennum borgum. Líklega er ekki langt að bíða slíks búnaðar í nýjum bílum því fyrirtækið Inrix hefur þegar þróað hann fyrir 18.000 bílastæði í Bandaríkjunum og 42.000 í 36 Evrópulöndum. Öll eru þessi stæði í bílastæðahúsum. Ekki er nóg með að búnaðurinn láti vita af hvar auð bílastæði er að finna heldur fylgja með upplýsingar um hve mörg þau eru, hvað það kostar að leggja í þau og hver opnunartími húsanna eru. Lausnin byggir á WiFi tengingu bílsins við gagnabanka Inrix sem fær rauntímaupplýsingar frá bílastæðahúsunum. Til mikils er að vinna með notkun þessa búnaðar því kannanir sýna að 30% af umferð þéttsetinna borga er falin í bílum þar sem ökumenn eru í leit af stæðum, 60% þeirra aka framhjá auðum bílastæðahúsum og það tekur meðalmanninn hátt í 20 mínútur að finna laust stæði. Það fylgir ekki sögunni hvort einhver bílaframleiðandi hafi keypt þennan búnað frá Inrix nú þegar, en vonandi verður það sem fyrst. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent
Búnaðurinn gæti minnkað umferðarþunga í borgum til muna. Einn notadrýgsti búnaður sem hugsast getur í bíl er vafalaust upplýsingar um hvar má finna laus bílastæði í fjölmennum borgum. Líklega er ekki langt að bíða slíks búnaðar í nýjum bílum því fyrirtækið Inrix hefur þegar þróað hann fyrir 18.000 bílastæði í Bandaríkjunum og 42.000 í 36 Evrópulöndum. Öll eru þessi stæði í bílastæðahúsum. Ekki er nóg með að búnaðurinn láti vita af hvar auð bílastæði er að finna heldur fylgja með upplýsingar um hve mörg þau eru, hvað það kostar að leggja í þau og hver opnunartími húsanna eru. Lausnin byggir á WiFi tengingu bílsins við gagnabanka Inrix sem fær rauntímaupplýsingar frá bílastæðahúsunum. Til mikils er að vinna með notkun þessa búnaðar því kannanir sýna að 30% af umferð þéttsetinna borga er falin í bílum þar sem ökumenn eru í leit af stæðum, 60% þeirra aka framhjá auðum bílastæðahúsum og það tekur meðalmanninn hátt í 20 mínútur að finna laust stæði. Það fylgir ekki sögunni hvort einhver bílaframleiðandi hafi keypt þennan búnað frá Inrix nú þegar, en vonandi verður það sem fyrst.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent