Saga stangveiða: Stóra-Laxá gaf 10 laxa á þrettándanum Svavar Hávarðsson skrifar 26. janúar 2013 07:00 Á 19. öld þekktu menn lítið til hegðunar á efstu svæðum Stóru-Láxár, að því kemur fram í grein frá 1897. Mynd/Björgólfur Hávarðsson Árið 1896 skrifaði Bjarni Sæmundsson, (1867 - 1940) náttúrufræðingur og brautryðjandi í rannsóknum á lífríki Íslands, skýrslu til landshöfðingja um fiskirannsóknir sínar sem hann vann fyrir styrk frá Alþingi sumarið 1896. Í skýrslu sinni víkur hann að mikilli nákvæmni að veiði í ám á Suðurlandi, og er þar mikinn og skemmtilegan fróðleik að finna, en texti skýrslunnar var birtur í Andvara árið 1897. Þar sem ég er áhugamaður um veiðisvæði Hvítár/Ölfusár og ekki síst um Stóru-Laxá í Hreppum langar mig til þess að deila með ykkur smá pælingum Bjarna um ána, þar sem hann vitnar til Brynjólfs Einarssonar, bónda á Sóleyjarbakka, sem þekkti veiði í ánni marga áratugi aftur í tímann.„Brynjólfur Einarsson, bóndi á Sóleyjarbakka, hefir um langan tima stundað veiði í ánni og jafnframt veitt lifnaðarháttum laxins og ánni nákvæma eptirtekt. [...] Hann hyggur, að lax þurfi langan tíma til að ganga frá Ölvesárósi upp í uppárnar, en hve langan, veit hann ekki, og er ekki auðið að segja um nú. En liklegt er, að hann hraði sjer undan selnum neðan til í ánni, og meðan hann er óþreyttur að synda á strauminn. Menn hafa einnig tekið eptir því í öðrum löndum, að hann hafi neðan til í á á einu dægri farið þann veg, sem hann ofan til í henni hefir þurft 8 daga til að fara, og að mótvindur hvetji hann á göngunni. Selur sjest mjög sjaldan eða aldrei í Stóru Laxá, en tíðari í Hvítá fyrir ofan ármótin, og álítur Brynjólfur, að laxinn flýi undan selnum upp í Laxá. Aldrei hefir hann orðið var við neitt í laxmögum, og aldrei sjeð lús á laxi." Bjarni pælir töluvert í hrygningu laxins í Stóru, en það er athyglisvert að svo torvelt var að komast um stórskorið landið – kannski á svæði IV eins og við þekkjum það? En í lok 19. aldar var enginn ákveðinn veiðitími og veturinn alveg jafn sjálfsagður tími, ef þannig lá á mönnum. „Riðblettir voru áður í Laxá uppi hjá Sólheimum (þar byrjar fyrst malarbotninn í ánni) og eflaust líka í öllum hyljum lengra upp frá, því þar var ekki auðið að komast að laxinum fyrir torfærum. Fugl segir hann að sje að minnka við uppárnar, og smásilungur (smálax ?) í lækjum að hverfa." [...] Þegar Bryniólfur fór að búa, fyrir 20 árum, fjekk hann um 200 laxa á sumri og stundum meir. Einu sinni veiddi hann 110 laxa einn dag, og annað sumar 200 laxa á einum degi. Þá var veitt langt fram á vetur; þannig veiddi hann einu sinni 8 eða 10 laxa á þrettánda, og eina hrygnu, ekki mjög magra, á góuþrælinn." Og það fór aldrei svo nema að hnignun í laxveiðinni í uppánum væri skýrð með of mikilli netaveiði neðar í vatnakerfinu, en það virðist engu skipta á hvaða tíma veiði á svæðinu er undir smásjánni, alltaf eru sömu álitamálin uppi. „Nú er veiðin mjög lítil, 4 — 5 laxar á sumri. Í sumar var hún þó óvanalega góð: 30 laxar, en fremur smáir. Þeir laxar sem veiðzt hafa á síðari árum hafa opt verið með netaförum. Ekki segir hann að laxinn sje smærri nú en áður, og honum bar saman við Sigurð á Kópsvatni um margt, sem snerti hætti laxins. Hann telur hina miklu veiði niður frá vera aðalorsökina til hnignunarinnar í veiði í uppánum." svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Veiðimessa hjá Veiðiflugumí dag Veiði Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátíð Veiði Nánast uppselt í Hítará Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri haldin um helgina Veiði Flott morgunveiði í Skagafirðinum í dag Veiði
Árið 1896 skrifaði Bjarni Sæmundsson, (1867 - 1940) náttúrufræðingur og brautryðjandi í rannsóknum á lífríki Íslands, skýrslu til landshöfðingja um fiskirannsóknir sínar sem hann vann fyrir styrk frá Alþingi sumarið 1896. Í skýrslu sinni víkur hann að mikilli nákvæmni að veiði í ám á Suðurlandi, og er þar mikinn og skemmtilegan fróðleik að finna, en texti skýrslunnar var birtur í Andvara árið 1897. Þar sem ég er áhugamaður um veiðisvæði Hvítár/Ölfusár og ekki síst um Stóru-Laxá í Hreppum langar mig til þess að deila með ykkur smá pælingum Bjarna um ána, þar sem hann vitnar til Brynjólfs Einarssonar, bónda á Sóleyjarbakka, sem þekkti veiði í ánni marga áratugi aftur í tímann.„Brynjólfur Einarsson, bóndi á Sóleyjarbakka, hefir um langan tima stundað veiði í ánni og jafnframt veitt lifnaðarháttum laxins og ánni nákvæma eptirtekt. [...] Hann hyggur, að lax þurfi langan tíma til að ganga frá Ölvesárósi upp í uppárnar, en hve langan, veit hann ekki, og er ekki auðið að segja um nú. En liklegt er, að hann hraði sjer undan selnum neðan til í ánni, og meðan hann er óþreyttur að synda á strauminn. Menn hafa einnig tekið eptir því í öðrum löndum, að hann hafi neðan til í á á einu dægri farið þann veg, sem hann ofan til í henni hefir þurft 8 daga til að fara, og að mótvindur hvetji hann á göngunni. Selur sjest mjög sjaldan eða aldrei í Stóru Laxá, en tíðari í Hvítá fyrir ofan ármótin, og álítur Brynjólfur, að laxinn flýi undan selnum upp í Laxá. Aldrei hefir hann orðið var við neitt í laxmögum, og aldrei sjeð lús á laxi." Bjarni pælir töluvert í hrygningu laxins í Stóru, en það er athyglisvert að svo torvelt var að komast um stórskorið landið – kannski á svæði IV eins og við þekkjum það? En í lok 19. aldar var enginn ákveðinn veiðitími og veturinn alveg jafn sjálfsagður tími, ef þannig lá á mönnum. „Riðblettir voru áður í Laxá uppi hjá Sólheimum (þar byrjar fyrst malarbotninn í ánni) og eflaust líka í öllum hyljum lengra upp frá, því þar var ekki auðið að komast að laxinum fyrir torfærum. Fugl segir hann að sje að minnka við uppárnar, og smásilungur (smálax ?) í lækjum að hverfa." [...] Þegar Bryniólfur fór að búa, fyrir 20 árum, fjekk hann um 200 laxa á sumri og stundum meir. Einu sinni veiddi hann 110 laxa einn dag, og annað sumar 200 laxa á einum degi. Þá var veitt langt fram á vetur; þannig veiddi hann einu sinni 8 eða 10 laxa á þrettánda, og eina hrygnu, ekki mjög magra, á góuþrælinn." Og það fór aldrei svo nema að hnignun í laxveiðinni í uppánum væri skýrð með of mikilli netaveiði neðar í vatnakerfinu, en það virðist engu skipta á hvaða tíma veiði á svæðinu er undir smásjánni, alltaf eru sömu álitamálin uppi. „Nú er veiðin mjög lítil, 4 — 5 laxar á sumri. Í sumar var hún þó óvanalega góð: 30 laxar, en fremur smáir. Þeir laxar sem veiðzt hafa á síðari árum hafa opt verið með netaförum. Ekki segir hann að laxinn sje smærri nú en áður, og honum bar saman við Sigurð á Kópsvatni um margt, sem snerti hætti laxins. Hann telur hina miklu veiði niður frá vera aðalorsökina til hnignunarinnar í veiði í uppánum." svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði Veiðimessa hjá Veiðiflugumí dag Veiði Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátíð Veiði Nánast uppselt í Hítará Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri haldin um helgina Veiði Flott morgunveiði í Skagafirðinum í dag Veiði