Íslenskar herraskyrtur hitta beint í mark Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. janúar 2013 09:30 Huginn Muninn sendu frá sér sína fyrstu línu af herraskyrtum í desember 2011. Skyrturnar áttu heldur betur eftir að slá í gegn og í ár munu Huginn Muninn taka þátt í Reykjavík Fashion Festival ásamt fremstu hönnuðum landsins. Lífið sló á þráðinn til Guðrúnar Guðjónsdóttur, yfirhönnuðar þar á bæ.Hvers vegna herraskyrtur? Vegna þess að ég er klæðskeri og hönnuður, og mennirnir á bakvið fyrirtækið Huginn Muninn eiga skyrtuverksmiðju í Litháen. Þetta lá nokkuð beint við. Okkur fannst strax að það væri rétt að fara út í eitthvað þar sem við vissum hvar við stæðum og styrkleikinn var í skyrtunum.Nú hafa viðbrögðin við skyrtunum ekki látið á sér standa. Hvers vegna heldur þú að það sé? Ég held að það hafi bara vantað venjulegan karlmannsfatnað eins og skyrtur á markaðinn. Það eru nefnilega mjög margir sem vilja kaupa íslenska hönnun en eiga svo erfitt með að finna eitthvað við sitt hæfi. Skyrturnar seldust upp stuttu eftir að við sendum þær frá okkur fyrst jólin 2011. Við höfðum upplagið því mun stærra síðustu jól en viti menn, það seldist bara upp líka. Fólk var greinilega orðið meðvitað um skyrturnar og farið að tala mikið um þær.Hvernig kviknaði áhuginn á að taka þátt í RFF? Mér fannst það bara ótrúlega spennandi! Þetta er vaxandi iðnaður og RFF er frábær stökkpallur fyrir íslenska hönnuði. Það sem heillar mig líka mikið er að sjá hversu sterk viðskiptahliðin á þessu er orðin. Við höfum framleiðslugetuna og höfðum líka alltaf hugsað okkur að fara eitthvað út. Það er ekki til betri staður til að koma sinni hönnun á framfæri og fá umfjöllun um hana.Guðrún Guðjónsdóttir.Hverju má búast við á sýningunni ykkar? Við verðum með okkar klassísku skyrtur með smá tvisti. Það verða sérstakir fylgihlutir með og ég hannaði buxur sérstaklega fyrir tilefnið.. Þær verða þó bara sértakir sýningargripir og fara ekki í framleiðslu. Fókusinn verður á skyrtunum. Huginn Muninn skyrturnar fást í Kraum, Kormáki og Skildi, ATMO og hjá Sævari Karli. Huginnmuninn.is RFF Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Huginn Muninn sendu frá sér sína fyrstu línu af herraskyrtum í desember 2011. Skyrturnar áttu heldur betur eftir að slá í gegn og í ár munu Huginn Muninn taka þátt í Reykjavík Fashion Festival ásamt fremstu hönnuðum landsins. Lífið sló á þráðinn til Guðrúnar Guðjónsdóttur, yfirhönnuðar þar á bæ.Hvers vegna herraskyrtur? Vegna þess að ég er klæðskeri og hönnuður, og mennirnir á bakvið fyrirtækið Huginn Muninn eiga skyrtuverksmiðju í Litháen. Þetta lá nokkuð beint við. Okkur fannst strax að það væri rétt að fara út í eitthvað þar sem við vissum hvar við stæðum og styrkleikinn var í skyrtunum.Nú hafa viðbrögðin við skyrtunum ekki látið á sér standa. Hvers vegna heldur þú að það sé? Ég held að það hafi bara vantað venjulegan karlmannsfatnað eins og skyrtur á markaðinn. Það eru nefnilega mjög margir sem vilja kaupa íslenska hönnun en eiga svo erfitt með að finna eitthvað við sitt hæfi. Skyrturnar seldust upp stuttu eftir að við sendum þær frá okkur fyrst jólin 2011. Við höfðum upplagið því mun stærra síðustu jól en viti menn, það seldist bara upp líka. Fólk var greinilega orðið meðvitað um skyrturnar og farið að tala mikið um þær.Hvernig kviknaði áhuginn á að taka þátt í RFF? Mér fannst það bara ótrúlega spennandi! Þetta er vaxandi iðnaður og RFF er frábær stökkpallur fyrir íslenska hönnuði. Það sem heillar mig líka mikið er að sjá hversu sterk viðskiptahliðin á þessu er orðin. Við höfum framleiðslugetuna og höfðum líka alltaf hugsað okkur að fara eitthvað út. Það er ekki til betri staður til að koma sinni hönnun á framfæri og fá umfjöllun um hana.Guðrún Guðjónsdóttir.Hverju má búast við á sýningunni ykkar? Við verðum með okkar klassísku skyrtur með smá tvisti. Það verða sérstakir fylgihlutir með og ég hannaði buxur sérstaklega fyrir tilefnið.. Þær verða þó bara sértakir sýningargripir og fara ekki í framleiðslu. Fókusinn verður á skyrtunum. Huginn Muninn skyrturnar fást í Kraum, Kormáki og Skildi, ATMO og hjá Sævari Karli. Huginnmuninn.is
RFF Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira