Ævintýraleg íslensk auglýsingaherferð Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. janúar 2013 09:30 Myndir: Silja Magg. Förðun og hár: Tinna Empera. Fyrirsæta. Lisa Cant. Íslenska fatamerkið KALDA sendi frá sér eftirtektarverða auglýsingaherferð fyrir nýjustu línu sína nú fyrir helgi. KALDA var stofnað árið 2010 og verður sumarlínan 2013 sú fimmta sem þær systur senda frá sér. Fatnaður þeirra fæst í 5 löndum og vinna þær hart að því að setja upp bækistöðvar í London um þessar mundir. Lífið heyrði stuttlega í Katrínu Öldu Rafnsdóttur, yfirhönnuði KALDA.Segðu mér aðeins frá myndunum? Við leggjum alltaf mjög mikinn metnað í myndatökurnar fyrir hvert season. Við erum ekki farnar að halda okkar eigin sýningar erlendis ennþá svo þetta er ákveðin leið fyrir okkur til að segja söguna á bakvið línuna. Við þróum konseptið sem verður í myndaþáttunum alltaf strax samhliða hönnun línunnar og við vinnum mjög náið með íslenska ljósmyndaranum Silju Magg. Fyrirsætan sem verður fyrir valinu skiptir okkur líka rosalega miklu máli. Þessi tiltekna lína var mynduð í æðislegu umhverfi í Woodstock, rétt fyrir utan New York. Okkur Silju langaði mikið að vinna með fyrirsætunni Lisu Cant og mynda hana í þessu náttúrulega umhverfi. Þetta small allt saman.Það eru nánast bara Íslendingar sem komu að þessu, hvernig kom það til? Já einmitt, það er rétt. Við myndum alltaf með Silju og við höfum við unnið náið með Andreu Helga og Timmu Emperu sem sjá um hár og förðun. Svo sér Regina Rourke um alla listræna stjórnun fyrir KALDA. Þessar hæfileikaríku stelpur búa allar og starfa í New York svo við erum komnar með rsalega gott teymi þar. Það er ómetanlegt og gott að allir skilji hvorn annan vel. Vor- og sumarlínan sem um ræðir verður fáanleg verslun KALDA, Einveru á Laugavegi, í byrjun febrúar. Spurð um framhaldið segist Katrín Alda vera að fara til New York í næstu viku þar auglýsingaherferð fyrir haust- og vetrarlínuna 2013 verður mynduð. Að því loknu tekur sölutímabilið á þeirri línu við á tískuvikunum. Það er því greinilegt að hún hefur í nógu að snúast.Kalda.comRebekka og Katrín Alda Rafnsdætur, eigendur og hönnuðir KALDA. Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Myndir: Silja Magg. Förðun og hár: Tinna Empera. Fyrirsæta. Lisa Cant. Íslenska fatamerkið KALDA sendi frá sér eftirtektarverða auglýsingaherferð fyrir nýjustu línu sína nú fyrir helgi. KALDA var stofnað árið 2010 og verður sumarlínan 2013 sú fimmta sem þær systur senda frá sér. Fatnaður þeirra fæst í 5 löndum og vinna þær hart að því að setja upp bækistöðvar í London um þessar mundir. Lífið heyrði stuttlega í Katrínu Öldu Rafnsdóttur, yfirhönnuði KALDA.Segðu mér aðeins frá myndunum? Við leggjum alltaf mjög mikinn metnað í myndatökurnar fyrir hvert season. Við erum ekki farnar að halda okkar eigin sýningar erlendis ennþá svo þetta er ákveðin leið fyrir okkur til að segja söguna á bakvið línuna. Við þróum konseptið sem verður í myndaþáttunum alltaf strax samhliða hönnun línunnar og við vinnum mjög náið með íslenska ljósmyndaranum Silju Magg. Fyrirsætan sem verður fyrir valinu skiptir okkur líka rosalega miklu máli. Þessi tiltekna lína var mynduð í æðislegu umhverfi í Woodstock, rétt fyrir utan New York. Okkur Silju langaði mikið að vinna með fyrirsætunni Lisu Cant og mynda hana í þessu náttúrulega umhverfi. Þetta small allt saman.Það eru nánast bara Íslendingar sem komu að þessu, hvernig kom það til? Já einmitt, það er rétt. Við myndum alltaf með Silju og við höfum við unnið náið með Andreu Helga og Timmu Emperu sem sjá um hár og förðun. Svo sér Regina Rourke um alla listræna stjórnun fyrir KALDA. Þessar hæfileikaríku stelpur búa allar og starfa í New York svo við erum komnar með rsalega gott teymi þar. Það er ómetanlegt og gott að allir skilji hvorn annan vel. Vor- og sumarlínan sem um ræðir verður fáanleg verslun KALDA, Einveru á Laugavegi, í byrjun febrúar. Spurð um framhaldið segist Katrín Alda vera að fara til New York í næstu viku þar auglýsingaherferð fyrir haust- og vetrarlínuna 2013 verður mynduð. Að því loknu tekur sölutímabilið á þeirri línu við á tískuvikunum. Það er því greinilegt að hún hefur í nógu að snúast.Kalda.comRebekka og Katrín Alda Rafnsdætur, eigendur og hönnuðir KALDA.
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira