Notar krem sem multi-taskar eins og vindurinn Ellý Ármanns skrifar 21. janúar 2013 16:30 Elísabet Ormslev söngkona með meiru, fagurkeri og förðunarfræðingur hjá Mac upplýsir okkur hvaða snyrtivörur hún notar daglega þegar kemur að andlits- og hárumhirðu."Ég nota Damage Remedy djúpnæringuna frá Aveda fyrir litað og meðhöndlað hár og einhvern hátt. Ég hef ansi oft litað hárið mitt og skipt um hárlit og þetta hjálpar þurrum og slitnum endum að jafna sig. Ég þvæ hárið með sjampó og næringu eins og vanalega, set síðan þessa næringu og rakt hárið og leyfi því að standa í 30-40 mínútur. Það er sniðugt að kíkja á einn Walking Dead þátt á meðan. Síðan skola ég næringuna úr og hárið mitt verður mýkra en ég hef nokkurn tímann upplifað. Án efa ein besta djúpnæring á markaðnum," segir Elísabet."Varanæringin frá Mac Cosmetics er einn af bestu varasölvum sem ég hef prófað yfir ævina og ég hef prófað þá marga. Ég er með ansi stórar varir og þjáðist af varaþurrk og þurrk í kringum varirnar lengi og það hafði áhrif á sjálfstraustið að vera alltaf svona þurr, sérstaklega á veturna. En eftir að hafa prófað þessa næringu urðu varirnar silkimjúkar og hef ekki þurft að hafa áhyggjur síðan.""Þegar kemur að farða þá þykir mér einna mikilvægast að húðin sé sem fallegust. Sjálf er ég með viðkvæma og þurra húð og hef prófað alls kyns farða og komst að því í sumar að Vitalumiére Aqua fljótandi farðinn frá Chanel gerir mest fyrir húðina mína. Þekjan er ekki mikil en ekki alls lítil heldur. Það kemur falleg perluáferð á húðina og vegna þess að farðinn er vatns beisaður þá gefur hann húðinni mikinn raka og helst vel á yfir daginn. Lyktin af farðanum er líka góð og minnir mig á sumarið.""Prep+Prime Highlighter frá Mac Cosmetics í litnum Radiant Rose er snyrtivara sem ég nota á hverjum einasta degi. Varan kemur í þremur tónum; bleikum, gulum og ferskjulituðum og þann bleika nota ég alltaf undir augun bæði á sjálfum mér og viðskiptavinum mínum því bleiki liturinn vegur upp á móti blámanum undir augunum og lýsir upp augun og andlitið.""Elizabeth Arden Eight Hour Cream er töfrakrem. Það virkar á allt og þá á ég við að það virkar virkilega á allt; þurrkubletti á líkama og andliti, frábær varasalvi, það virkar meira að segja á exemið mitt. Ef þú ert að leita að kremi sem multi-taskar eins og vindurinn, þá er þetta krem fyrir þig."Elísabet er menntaður förðunarfræðingur. Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Elísabet Ormslev söngkona með meiru, fagurkeri og förðunarfræðingur hjá Mac upplýsir okkur hvaða snyrtivörur hún notar daglega þegar kemur að andlits- og hárumhirðu."Ég nota Damage Remedy djúpnæringuna frá Aveda fyrir litað og meðhöndlað hár og einhvern hátt. Ég hef ansi oft litað hárið mitt og skipt um hárlit og þetta hjálpar þurrum og slitnum endum að jafna sig. Ég þvæ hárið með sjampó og næringu eins og vanalega, set síðan þessa næringu og rakt hárið og leyfi því að standa í 30-40 mínútur. Það er sniðugt að kíkja á einn Walking Dead þátt á meðan. Síðan skola ég næringuna úr og hárið mitt verður mýkra en ég hef nokkurn tímann upplifað. Án efa ein besta djúpnæring á markaðnum," segir Elísabet."Varanæringin frá Mac Cosmetics er einn af bestu varasölvum sem ég hef prófað yfir ævina og ég hef prófað þá marga. Ég er með ansi stórar varir og þjáðist af varaþurrk og þurrk í kringum varirnar lengi og það hafði áhrif á sjálfstraustið að vera alltaf svona þurr, sérstaklega á veturna. En eftir að hafa prófað þessa næringu urðu varirnar silkimjúkar og hef ekki þurft að hafa áhyggjur síðan.""Þegar kemur að farða þá þykir mér einna mikilvægast að húðin sé sem fallegust. Sjálf er ég með viðkvæma og þurra húð og hef prófað alls kyns farða og komst að því í sumar að Vitalumiére Aqua fljótandi farðinn frá Chanel gerir mest fyrir húðina mína. Þekjan er ekki mikil en ekki alls lítil heldur. Það kemur falleg perluáferð á húðina og vegna þess að farðinn er vatns beisaður þá gefur hann húðinni mikinn raka og helst vel á yfir daginn. Lyktin af farðanum er líka góð og minnir mig á sumarið.""Prep+Prime Highlighter frá Mac Cosmetics í litnum Radiant Rose er snyrtivara sem ég nota á hverjum einasta degi. Varan kemur í þremur tónum; bleikum, gulum og ferskjulituðum og þann bleika nota ég alltaf undir augun bæði á sjálfum mér og viðskiptavinum mínum því bleiki liturinn vegur upp á móti blámanum undir augunum og lýsir upp augun og andlitið.""Elizabeth Arden Eight Hour Cream er töfrakrem. Það virkar á allt og þá á ég við að það virkar virkilega á allt; þurrkubletti á líkama og andliti, frábær varasalvi, það virkar meira að segja á exemið mitt. Ef þú ert að leita að kremi sem multi-taskar eins og vindurinn, þá er þetta krem fyrir þig."Elísabet er menntaður förðunarfræðingur.
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira