Mercedes-Benz með lítinn sendibíl 21. janúar 2013 12:48 Nettur og snaggaralegur sendibíll frá Mercedes Benz Er afrakstur samststarfs Mercedes Benz og Renault-Nissan. Mercedes-Benz hefur nú sett á markað nettan sendibíl sem fengið hefur nafnið Citan, þann minnsta sem ber nafn Mercedes Benz. Citan er afrakstur samstarfs Mercedes Benz og Renault-Nissan því þessi bíll er í raun sami bíllinn og Renault Kangoo, sem vel þekktur er hér á landi. Citan er ætlað það hlutverk að efla sölu Mercedes-Benz enn frekar í atvinnubílum en Daimler AG, framleiðandi Mercedes-Benz, er stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum í dag. Fyrir er þýski framleiðandinn með þónokkra línu sendibíla, s.s. Vario, Sprinter og Vito. Sprinter hefur verið talsvert vinsæll sendibíll hér á landi. Citan verður í boði með eyðslugrönnum dísil- og bensínvélum sem allar státa af lágri koltvísýringslosun. Citan má fá með Blue EFFICIENCY búnaði eins og lúxusbílar Mercedes-Benz eru boðnir en búnaðurinn eykur á sparneytni bíla og minnkar útblástur skaðlegra lofttegunda. Citan verður boðinn í fleiri útgáfum en sem sendibíll og má einnig fá hann sem fjölnotabíl. Hann fæst í mismunandi lengd og hæð og býður því upp á marga notkunarmöguleika. Nýr Mercedes-Benz Citan kostar frá 3.590.000 kr. með vsk. hjá söluaðila bílsins hér á landi, Öskju. Bíllinn verður frumsýndur í Öskju nk. laugardag 26. janúar kl. 12-16. Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent
Er afrakstur samststarfs Mercedes Benz og Renault-Nissan. Mercedes-Benz hefur nú sett á markað nettan sendibíl sem fengið hefur nafnið Citan, þann minnsta sem ber nafn Mercedes Benz. Citan er afrakstur samstarfs Mercedes Benz og Renault-Nissan því þessi bíll er í raun sami bíllinn og Renault Kangoo, sem vel þekktur er hér á landi. Citan er ætlað það hlutverk að efla sölu Mercedes-Benz enn frekar í atvinnubílum en Daimler AG, framleiðandi Mercedes-Benz, er stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum í dag. Fyrir er þýski framleiðandinn með þónokkra línu sendibíla, s.s. Vario, Sprinter og Vito. Sprinter hefur verið talsvert vinsæll sendibíll hér á landi. Citan verður í boði með eyðslugrönnum dísil- og bensínvélum sem allar státa af lágri koltvísýringslosun. Citan má fá með Blue EFFICIENCY búnaði eins og lúxusbílar Mercedes-Benz eru boðnir en búnaðurinn eykur á sparneytni bíla og minnkar útblástur skaðlegra lofttegunda. Citan verður boðinn í fleiri útgáfum en sem sendibíll og má einnig fá hann sem fjölnotabíl. Hann fæst í mismunandi lengd og hæð og býður því upp á marga notkunarmöguleika. Nýr Mercedes-Benz Citan kostar frá 3.590.000 kr. með vsk. hjá söluaðila bílsins hér á landi, Öskju. Bíllinn verður frumsýndur í Öskju nk. laugardag 26. janúar kl. 12-16.
Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent