Fyrrum forstjóri Porsche í vanda 23. janúar 2013 09:15 Fyrrum forstjóri Porsche og fjármálastjórinn Ætlaði að kaupa Volkswagen en Volkswagen keypti Porsche. Wendelin Wiedeking fyrrverandi forstjóri Porsche hefur verið ákærður vegna gerða sinna við hina misheppnuðu yfirtöku Porsche á Volkswagen. Hann ákvað árið 2008 að auka hlut Porsche í Volkswagen í 75% og meiningin var að eignast fyrirtækið að fullu í kjölfarið. Wiedeking hafði hinsvegar neitað því fimm sinnum að áform Porsche væri að eignast Volkswagen og fyrir vikið féllu hlutabréf umtalsvert í Volkswagen. Það varð til þess að fjárfestar seldu hin fallandi bréf í Volkswagen og á meðan kepptist hann við að kaupa þau öll upp. Þessháttar hegðun og lygi er ekki vel séð í Þýskalandi og þeir sem töpuðu miklu á leikfléttunni kærðu hann fyrir verknaðinn. Volkswagen, eins og mörgum er kunnugt, keypti síðan Porsche, og kláraði yfirtökuna með kaupum á síðustu bréfunum í sportbílaframleiðandanum í fyrra. Réttarhöldin í Wiederking gætu tekið marga mánuði. Einnig er réttað yfir fjármálastjóra Porsche frá tíð Wiederking. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent
Ætlaði að kaupa Volkswagen en Volkswagen keypti Porsche. Wendelin Wiedeking fyrrverandi forstjóri Porsche hefur verið ákærður vegna gerða sinna við hina misheppnuðu yfirtöku Porsche á Volkswagen. Hann ákvað árið 2008 að auka hlut Porsche í Volkswagen í 75% og meiningin var að eignast fyrirtækið að fullu í kjölfarið. Wiedeking hafði hinsvegar neitað því fimm sinnum að áform Porsche væri að eignast Volkswagen og fyrir vikið féllu hlutabréf umtalsvert í Volkswagen. Það varð til þess að fjárfestar seldu hin fallandi bréf í Volkswagen og á meðan kepptist hann við að kaupa þau öll upp. Þessháttar hegðun og lygi er ekki vel séð í Þýskalandi og þeir sem töpuðu miklu á leikfléttunni kærðu hann fyrir verknaðinn. Volkswagen, eins og mörgum er kunnugt, keypti síðan Porsche, og kláraði yfirtökuna með kaupum á síðustu bréfunum í sportbílaframleiðandanum í fyrra. Réttarhöldin í Wiederking gætu tekið marga mánuði. Einnig er réttað yfir fjármálastjóra Porsche frá tíð Wiederking.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent