Suzuki Swift klífur 3ja milljóna múrinn 30. janúar 2013 17:15 Fæst nú í 120 löndum. Japanski bílaframleiðandinn Suzuki Motor náði þeim merka áfanga fyrr í þessum mánuði að samanlögð sala á Suzuki Swift fór yfir þrjár milljónir eintaka frá markaðssetningu á bílnum. Suzuki hefur í gegnum tíðina ekki síst sérhæft sig í framleiðslu og sölu á litlum og sportlegum fólksbílum og er Swift ágætt dæmi um þá áherslu. Bíllinn var fyrst framleiddur og seldur í Japan í nóvember 2004 en hann var engu að síður hannaður og þróaður sem bíll fyrir alla heimsbyggðina. Árið 2005 hófst sala á bílnum í Ungverjalandi, Indlandi og Kína. Nú er bíllinn fáanlegur í yfir 120 löndum víðs vegar um heiminn. Swift hefur unnið til fjölda verðlauna. Hann var valinn bíll ársins af blaðamönnum í Japan 2006 og 2011 og hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar í Evrópu, Indlandi og víðar. Suzuki Swift varð fyrir valinu sem Bíll ársins 2006 í árlegu kjöri Bandalags íslenskra bílablaðamanna. Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent
Fæst nú í 120 löndum. Japanski bílaframleiðandinn Suzuki Motor náði þeim merka áfanga fyrr í þessum mánuði að samanlögð sala á Suzuki Swift fór yfir þrjár milljónir eintaka frá markaðssetningu á bílnum. Suzuki hefur í gegnum tíðina ekki síst sérhæft sig í framleiðslu og sölu á litlum og sportlegum fólksbílum og er Swift ágætt dæmi um þá áherslu. Bíllinn var fyrst framleiddur og seldur í Japan í nóvember 2004 en hann var engu að síður hannaður og þróaður sem bíll fyrir alla heimsbyggðina. Árið 2005 hófst sala á bílnum í Ungverjalandi, Indlandi og Kína. Nú er bíllinn fáanlegur í yfir 120 löndum víðs vegar um heiminn. Swift hefur unnið til fjölda verðlauna. Hann var valinn bíll ársins af blaðamönnum í Japan 2006 og 2011 og hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar í Evrópu, Indlandi og víðar. Suzuki Swift varð fyrir valinu sem Bíll ársins 2006 í árlegu kjöri Bandalags íslenskra bílablaðamanna.
Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent