Eru augu ökumanna á veginum? 8. febrúar 2013 14:00 Já, en bara þrjá fjórðu tímans. Könnun, þar sem ökumenn voru látnir bera sérstök gleraugu sem nema hvert ökumenn horfa, leiðir í ljós að þeir eru með augun annarsstaðar en á veginum 21,7% tímans. En hvert eru þeir þá að horfa? Allir bílarnir sem þátttakendur sátu í voru með leiðsögukerfi og 12,0% tímans fór í horfa á það, 5,2% að virða fyrir sér útsýnið, 2,4% á gangandi fólk, 0,6% á lesefni í bílnum, svo sem kort, 0,5% á auglýsingaskilti, 0,5% á hraðamælinn, 0,2% á útvarpið við stillingar á því og aðrir þættir tóku enn minni tíma. Ökumenn horfa því á veginn í 78,3% tímans sem þeir eru undir stýri og það vekur upp spurninguna, er það nóg til að gæta fyllsta öryggis? Það var Direct Line Car Insurance í Bretlandi sem gerði þessa könnun. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent
Já, en bara þrjá fjórðu tímans. Könnun, þar sem ökumenn voru látnir bera sérstök gleraugu sem nema hvert ökumenn horfa, leiðir í ljós að þeir eru með augun annarsstaðar en á veginum 21,7% tímans. En hvert eru þeir þá að horfa? Allir bílarnir sem þátttakendur sátu í voru með leiðsögukerfi og 12,0% tímans fór í horfa á það, 5,2% að virða fyrir sér útsýnið, 2,4% á gangandi fólk, 0,6% á lesefni í bílnum, svo sem kort, 0,5% á auglýsingaskilti, 0,5% á hraðamælinn, 0,2% á útvarpið við stillingar á því og aðrir þættir tóku enn minni tíma. Ökumenn horfa því á veginn í 78,3% tímans sem þeir eru undir stýri og það vekur upp spurninguna, er það nóg til að gæta fyllsta öryggis? Það var Direct Line Car Insurance í Bretlandi sem gerði þessa könnun.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent