Hverjir keppa um titilinn Bíll ársins? 5. febrúar 2013 10:15 Þýskir bílar hafa verið mjög sigursælir í kjörinu. Á bílasýningunni í New York í lok mars verður lýst kjöri á Bíl ársins 2013. Það eru 66 þekktir bílablaðamenn um allan heim sem kjósa þann bíl, en nú er komið í ljós hvaða 10 bílar það eru sem koma til greina í kjörinu. Það eru Audi A3, Range Rover, Mazda6, Mazda CX-5, Mercedes-Benz A-Class, Peugeot 208, Porsche Boxster/Cayman, Subaru BRZ/Toyota GT86, Volkswagen Golf og Volvo V40. Það vekur sérstaka athygli að enginn bandarískur bíll er þarna á meðal þó verðlaunin verði afhent í New York. Mörgum bílablaðamönnum kemur það reyndar ekki mikið á óvart. Þýskir og japanskir bílar eru áberandi á listanum, 4 þeirra eru frá Þýskalandi og 3 frá Japan. Eldri sigurvegarar Fyrri sigurvegarar í þessu kjöri hafa verið Volkswagen up! árið 2012, Nissan LEAF árið 2011, Volkswagen Polo 2010, Volkswagen Golf 2009, Mazda2 2008, Lexus LS 460 2007, BMW 3-línan 2006 og Audi A6 fyrir árið 2005. Aftur eru þýskir bílar mjög áberandi, eiga 5 af þeim 8 bílum sem hlotið hafa þennan titil hingað til. Ætli það verði 6 af 9 eftir kjörið í mars? Greint verður frá hvaða bílar hafa náð þremur efstu sætunum í kjörinu á bílasýningunni í Genf þann 5. mars en krýning á Bíl ársins bíður New York bílasýningarinnar þann 27. mars. Sportbíll ársins Það er ekki minni spenna fyrir kjöri á sportbíl ársins við sama tækifæri. Þar keppa um hituna bílarnir Aston Martin Vanquish, Audi RS5, BMW M6, BMW M 135i, Ferrari F12 Berlinetta, Mercedes-Benz SL63 AMG og Mercedes Benz SLS AMG, Porsche Boxster/Cayman, Renault Clio Sport og Subaru BRZ/Toyota GT86. Í þessum flokki bíla eiga 6 þýskir bílar fulltrúa af þeim 10 sem til greina koma. Fyrri sigurvegarar í þessum flokki hafa verið Porsche 911 fyrir árið 2012, Ferrari 458 Italia fyrir 2011, Audi R8 V10 2010, Nissan GT-R 2009, Audi R8 2008, Audi RS4 2007 og Porsche Cayman S fyrir árið 2006, en þá fyrst fór kjör fram í þessum flokki.Myndskeiðið hér að ofan sýnir hvaða 10 bílar komust í úrslit í fyrra. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Þýskir bílar hafa verið mjög sigursælir í kjörinu. Á bílasýningunni í New York í lok mars verður lýst kjöri á Bíl ársins 2013. Það eru 66 þekktir bílablaðamenn um allan heim sem kjósa þann bíl, en nú er komið í ljós hvaða 10 bílar það eru sem koma til greina í kjörinu. Það eru Audi A3, Range Rover, Mazda6, Mazda CX-5, Mercedes-Benz A-Class, Peugeot 208, Porsche Boxster/Cayman, Subaru BRZ/Toyota GT86, Volkswagen Golf og Volvo V40. Það vekur sérstaka athygli að enginn bandarískur bíll er þarna á meðal þó verðlaunin verði afhent í New York. Mörgum bílablaðamönnum kemur það reyndar ekki mikið á óvart. Þýskir og japanskir bílar eru áberandi á listanum, 4 þeirra eru frá Þýskalandi og 3 frá Japan. Eldri sigurvegarar Fyrri sigurvegarar í þessu kjöri hafa verið Volkswagen up! árið 2012, Nissan LEAF árið 2011, Volkswagen Polo 2010, Volkswagen Golf 2009, Mazda2 2008, Lexus LS 460 2007, BMW 3-línan 2006 og Audi A6 fyrir árið 2005. Aftur eru þýskir bílar mjög áberandi, eiga 5 af þeim 8 bílum sem hlotið hafa þennan titil hingað til. Ætli það verði 6 af 9 eftir kjörið í mars? Greint verður frá hvaða bílar hafa náð þremur efstu sætunum í kjörinu á bílasýningunni í Genf þann 5. mars en krýning á Bíl ársins bíður New York bílasýningarinnar þann 27. mars. Sportbíll ársins Það er ekki minni spenna fyrir kjöri á sportbíl ársins við sama tækifæri. Þar keppa um hituna bílarnir Aston Martin Vanquish, Audi RS5, BMW M6, BMW M 135i, Ferrari F12 Berlinetta, Mercedes-Benz SL63 AMG og Mercedes Benz SLS AMG, Porsche Boxster/Cayman, Renault Clio Sport og Subaru BRZ/Toyota GT86. Í þessum flokki bíla eiga 6 þýskir bílar fulltrúa af þeim 10 sem til greina koma. Fyrri sigurvegarar í þessum flokki hafa verið Porsche 911 fyrir árið 2012, Ferrari 458 Italia fyrir 2011, Audi R8 V10 2010, Nissan GT-R 2009, Audi R8 2008, Audi RS4 2007 og Porsche Cayman S fyrir árið 2006, en þá fyrst fór kjör fram í þessum flokki.Myndskeiðið hér að ofan sýnir hvaða 10 bílar komust í úrslit í fyrra.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent