Valskonan Elín Metta Jensen skoraði fimm mörk í 10-0 sigri á KR í Reykjavíkurmóti kvenna í gær og hefur þar með skorað tólf mörk í þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu í ár. Elín Metta hefur skorað þrennu, fernu og fimmu í leikjunum þremur.
Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik eftir að hún snéri til baka frá Noregi en hin mörkin skoruðu þær Dóra María Lárusdóttir, Laufey Björnsdóttir og Hildur Antonsdóttir.
Elín Metta skoraði fjögur marka sinna í fyrri háfleiknum en hún lét Kristínu Ýr hafa níuna sem h+un hefur spilað í til þessa og spilaði þess í stað í treyju númer ellefu í þessum leik í gær.
Fylkir vann 1-0 sigur á HK/Víkingi í hinum leiknum en bæði Valur og Fylkir eru með fullt hús eftir þrjár umferðir.
