Opið hús hjá SVFR: Leyndardómar Hítarár 1. febrúar 2013 12:13 Mynd/Svavar Hávarðsson Fyrsta opna hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR( verður í kvöld. Þar mun Reynir Þrastarson meðal annars vera með veiðilýsingu um Hítará en hann þekkir betur en flestir leyndardóma árinnar að því er segir á vefnum svfr.is. Opnu húsin hjá SVFR hafa í gegnum árin verið vinsæl.Þar sem höfuðstöðvar félagsins fluttu frá Háaleitisbraut og í Elliðaárdalinn síðasta sumar hefur orðið sú breyting að „opnu húsin" verða ekki lengur haldin í salnum við Háaleitisbraut heldur verða þau í sal Lögreglufélagsins í Brautarholti 30. Auk kynningar Reynis á Hítará mun Hörður Birgir Hafsteinsson, stjórnarmaður SVFR og "mokveiðimaður", segja frá sínum uppáhalds veiðistöðum. Einnig mun Hörður kynna atburðardagatal SVFR. Húsið opnar klukkan 20. Ýmislegt annað verður gert veiðimönnum til skemmtunar. Til dæmis verður verður kynntur nýr liður sem mun reyna á veiðifluguþekkingu veiðimanna. Myndagetraunin verður á sínum stað sem og happahylurinn (happdrætti) en að þessu sinni verða verðlaunin frá veiðibúðinni Veiðivon.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Lax-Á framlengir samning í Blöndu Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Fyrsta opna hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR( verður í kvöld. Þar mun Reynir Þrastarson meðal annars vera með veiðilýsingu um Hítará en hann þekkir betur en flestir leyndardóma árinnar að því er segir á vefnum svfr.is. Opnu húsin hjá SVFR hafa í gegnum árin verið vinsæl.Þar sem höfuðstöðvar félagsins fluttu frá Háaleitisbraut og í Elliðaárdalinn síðasta sumar hefur orðið sú breyting að „opnu húsin" verða ekki lengur haldin í salnum við Háaleitisbraut heldur verða þau í sal Lögreglufélagsins í Brautarholti 30. Auk kynningar Reynis á Hítará mun Hörður Birgir Hafsteinsson, stjórnarmaður SVFR og "mokveiðimaður", segja frá sínum uppáhalds veiðistöðum. Einnig mun Hörður kynna atburðardagatal SVFR. Húsið opnar klukkan 20. Ýmislegt annað verður gert veiðimönnum til skemmtunar. Til dæmis verður verður kynntur nýr liður sem mun reyna á veiðifluguþekkingu veiðimanna. Myndagetraunin verður á sínum stað sem og happahylurinn (happdrætti) en að þessu sinni verða verðlaunin frá veiðibúðinni Veiðivon.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Lax-Á framlengir samning í Blöndu Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði