Nýr þriggja strokka Hyundai i20 1. febrúar 2013 10:15 Smár en snotur i20 frá Hyundai með lítilli og eyðslugrannri vél Hefur fengið andlitslyftingu og nýja sparneytna vél. Hyundai i20 bíllinn hefur nú fengið nýja og snaggaralega þriggja strokka dísilvél, sem er spör á sopann. Nýja vélin er aðeins 1,1 lítri að rúmmáli, skilar 75 hestöflum með hjálp túrbínu og 180 Nm í togi. Hún eyðir aðeins 3,8 lítrum í blönduðum akstri og 3,4 lítrum í langkeyrslu. Þessi nýi Hyundai i20 er með breytta innréttingu og hönnun framendans hefur nú fengið svip annara Hyundai bíla. Hyundai i20 með þessari nýju vél kostar nú 2.790.000 kr hjá söluaðila Hyundai á Íslandi, BL. Hann verður frumsýndur hjá Hyundai umboðinu í Kauptúni í Garðabæ um helgina. Þar verður einnig til sýnis ný útgáfa af Hyundai i30 wagon sem ekki hefur sést áður. Hægt verður að reynsluaka báðum bílunum á laugardaginn milli kl. 12 og 16. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent
Hefur fengið andlitslyftingu og nýja sparneytna vél. Hyundai i20 bíllinn hefur nú fengið nýja og snaggaralega þriggja strokka dísilvél, sem er spör á sopann. Nýja vélin er aðeins 1,1 lítri að rúmmáli, skilar 75 hestöflum með hjálp túrbínu og 180 Nm í togi. Hún eyðir aðeins 3,8 lítrum í blönduðum akstri og 3,4 lítrum í langkeyrslu. Þessi nýi Hyundai i20 er með breytta innréttingu og hönnun framendans hefur nú fengið svip annara Hyundai bíla. Hyundai i20 með þessari nýju vél kostar nú 2.790.000 kr hjá söluaðila Hyundai á Íslandi, BL. Hann verður frumsýndur hjá Hyundai umboðinu í Kauptúni í Garðabæ um helgina. Þar verður einnig til sýnis ný útgáfa af Hyundai i30 wagon sem ekki hefur sést áður. Hægt verður að reynsluaka báðum bílunum á laugardaginn milli kl. 12 og 16.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent