Íslenskur ljósmyndari hannar stuttermaboli Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. febrúar 2013 09:30 Óskar Hallgrímsson er ljósmyndari og nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Skari, eins og hann er kallaður, hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku en hingað til verið hinum meginn við linsuna í tískuheiminum. Hann hefur unnið fyrir ýmsa hönnuði og meðal annars myndað auglýsingaherferð fyrir Andersen & Lauth. Í desember fékk Óskar þá flugu í höfuðuð að prenta stuttermaboli undir nafninu ANGUR með mynd af hauskúpu sem hann hannaði sjálfur. Það verkefni gekk vonum framar og Óskar hefur sig allan við að framleiða boli þessa dagana til að mæta eftirspurn.,,Hugmyndin af bolunum kom út frá þessari hauskúpumynd sem ég teiknaði í tíma í skólanum þar sem verkefnið var að búa til plaggat fyrir leikritið Hamlet. Í desember var svo jólamarkaður í Listaháskólanum og ég ákvað bara að slá til og framleiddi nokkra boli með hauskúpunni áprentaðri og prófaði að selja þá þar. Þeir seldust upp á örfáum klukkutímum, fólk tók virkilega vel í þetta. Ég gerði fleiri boli og þeir seldust allir upp líka, svo ég hélt bara áfram að framleiða þá og er allur í þessu núna", segir Skari.Skari hefur prófað sig áfram og prentað á bæði peysur og skyrtur. Hann stefnir á að gera meira af því á næstunni.Framleiðir þú bolina á Íslandi? ,,Heldur betur, ég er með vinnustofu á Laugavegi 25, 3 hæð, þar sem ég prenta og sel fötin. Ég geri þetta allt í höndunum, en myndin er prentuð á bolinn með silkiprenti og er svo pressuð með hita".Eru fleiri járn í eldinum hjá ANGUR? ,,Viðbrögðin hafa verið frábær, það góð að ég ætla að fara með þetta eitthvað mun lengra og er á fullu að vinna að nýjum hönnunum. Mig langar að vera með fjölbreyttara úrval og ætla að vera kominn með derhúfur og peysur innan skamms. Ég stefni að fara í samstarf við fatahönnuð, þar sem mín hönnun er aðalega grafísk. Ég held að það gæti verið algjör snilld". Hægt er að panta boli og fylgjast með Angur á Facebook.Óskari Hallgrímssyni er margt til lista lagt.Ein týpa af bolum Óskars. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Óskar Hallgrímsson er ljósmyndari og nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Skari, eins og hann er kallaður, hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku en hingað til verið hinum meginn við linsuna í tískuheiminum. Hann hefur unnið fyrir ýmsa hönnuði og meðal annars myndað auglýsingaherferð fyrir Andersen & Lauth. Í desember fékk Óskar þá flugu í höfuðuð að prenta stuttermaboli undir nafninu ANGUR með mynd af hauskúpu sem hann hannaði sjálfur. Það verkefni gekk vonum framar og Óskar hefur sig allan við að framleiða boli þessa dagana til að mæta eftirspurn.,,Hugmyndin af bolunum kom út frá þessari hauskúpumynd sem ég teiknaði í tíma í skólanum þar sem verkefnið var að búa til plaggat fyrir leikritið Hamlet. Í desember var svo jólamarkaður í Listaháskólanum og ég ákvað bara að slá til og framleiddi nokkra boli með hauskúpunni áprentaðri og prófaði að selja þá þar. Þeir seldust upp á örfáum klukkutímum, fólk tók virkilega vel í þetta. Ég gerði fleiri boli og þeir seldust allir upp líka, svo ég hélt bara áfram að framleiða þá og er allur í þessu núna", segir Skari.Skari hefur prófað sig áfram og prentað á bæði peysur og skyrtur. Hann stefnir á að gera meira af því á næstunni.Framleiðir þú bolina á Íslandi? ,,Heldur betur, ég er með vinnustofu á Laugavegi 25, 3 hæð, þar sem ég prenta og sel fötin. Ég geri þetta allt í höndunum, en myndin er prentuð á bolinn með silkiprenti og er svo pressuð með hita".Eru fleiri járn í eldinum hjá ANGUR? ,,Viðbrögðin hafa verið frábær, það góð að ég ætla að fara með þetta eitthvað mun lengra og er á fullu að vinna að nýjum hönnunum. Mig langar að vera með fjölbreyttara úrval og ætla að vera kominn með derhúfur og peysur innan skamms. Ég stefni að fara í samstarf við fatahönnuð, þar sem mín hönnun er aðalega grafísk. Ég held að það gæti verið algjör snilld". Hægt er að panta boli og fylgjast með Angur á Facebook.Óskari Hallgrímssyni er margt til lista lagt.Ein týpa af bolum Óskars.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira