Í Fagurfræði sýnir Rakel María ýmsar þægilegar leynileiðir þegar kemur að förðun, hvað ber að hafa í huga og hvað er gott að forðast. Hún hvetur áhorfendur til þess að hræðast ekki eyeliner og segist vona að með þessum ráðum muni þeim þykja hann eins skemmtilegur í förðun og henni.
Vængjaður eyeliner og kremaður eyeliner
„Ég ætla að fara með ykkur í gegnum tvær leiðir sem eru mjög einfaldar til þess að ná fram hinum fullkomna eyeliner. Hér er ég með tvennskonar eyelinera, annars vegar er ég með tússliner sem mér finnst ótrúlega gott að nota til þess að búa til svona vængjaðan eyeliner sem er einmitt það sem flestir hræðast,“ segir Rakel María.
„Hinsvegar er ég með kremaða eyelinera, annars vegar dökkbrúnan og hinsvegar ljósan. Ég ætla að nota þessa eyelinera til þess að sýna ykkur muninn hvernig maður getur stækkað augað eða minnkað það og gert það aðeins dramatískara.“
