50.000 Nissan Leaf seldir Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2013 14:30 95% eigenda Nissan Leaf bíla eru ánægðir með bílinn samkvæmt ánægjukönnunum. Frá því að Nissan kynnti rafmagnsbílinn Leaf hafa 50.000 eintök af honum verið seld, þar af 19.500 í Bandaríkjunum og 7.000 í Evrópu. Nissan Leaf kom fyrst á markað í desember árið 2010. Eigendur Nissan Leaf bíla hafa ekið þeim samtals 260 milljón kílómetra sem er lengra en vegalengdin til sólarinnar. Einn japanskur eigandi Leaf hefur ekið sínum bíl 177.000 km. Eigendur Nissan Leaf bíla eru samkvæmt ánægjukönnunum einir þeir allra ánægðustu meðal bíleigenda með 95% þeirra ánægða. Nissan lækkaði verð Leaf í síðasta mánuði um 6.400 dollara, eða 825.000 krónur og kostar hann nú 3,7 milljónir króna í Bandaríkjunum. Salan á Nissan Leaf féll um 3,8% í janúar frá sama mánuði árið áður, en Nissan er að losa sig við síðustu eintökin af 2012 árgerð bílsins. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent
95% eigenda Nissan Leaf bíla eru ánægðir með bílinn samkvæmt ánægjukönnunum. Frá því að Nissan kynnti rafmagnsbílinn Leaf hafa 50.000 eintök af honum verið seld, þar af 19.500 í Bandaríkjunum og 7.000 í Evrópu. Nissan Leaf kom fyrst á markað í desember árið 2010. Eigendur Nissan Leaf bíla hafa ekið þeim samtals 260 milljón kílómetra sem er lengra en vegalengdin til sólarinnar. Einn japanskur eigandi Leaf hefur ekið sínum bíl 177.000 km. Eigendur Nissan Leaf bíla eru samkvæmt ánægjukönnunum einir þeir allra ánægðustu meðal bíleigenda með 95% þeirra ánægða. Nissan lækkaði verð Leaf í síðasta mánuði um 6.400 dollara, eða 825.000 krónur og kostar hann nú 3,7 milljónir króna í Bandaríkjunum. Salan á Nissan Leaf féll um 3,8% í janúar frá sama mánuði árið áður, en Nissan er að losa sig við síðustu eintökin af 2012 árgerð bílsins.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent