Rússar vilja eigið lúxusbílamerki Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2013 09:15 Rússneska ríkið hyggst styðja við þann bílaframleiðanda sem hefur framleiðslu á lúxusbílum. Fleiri en einn rússneskur bílaframleiðandi íhugar framleiðslu á lúxusbílum sem keppa myndi við BMW, Mercedes Benz og Audi, en þýsku bílarnir seljast eins og heitar lummur í Rússlandi nú. Vilji rússneskra yfirvalda eru einnig á þennan veg og myndu stjórnvöld styðja þann framleiðanda með fjármunum sem út í það færi. Líklegustu fyrirtækin til að taka slaginn eru ZiL, sem smíðað hefur brynvarna lúxusbíla fyrir háttsetta ráðamenn í Rússlandi í nokkurn tíma og GAZ Group sem þekktast er fyrir smíði Volga. BMW seldi 37.515 bíla í Rússlandi og jók söluna um 33% í fyrra. Mercedes Benz seldi 37.436 og var með 29% vöxt og Audi seldi 33.512 og jók söluna þeirra mest, eða um 44%. Athyglivert verður að sjá hvort rússneskum bílaframleiðendum tekst að smíða lúxusbíl sem keppt getur við þá þýsku. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent
Rússneska ríkið hyggst styðja við þann bílaframleiðanda sem hefur framleiðslu á lúxusbílum. Fleiri en einn rússneskur bílaframleiðandi íhugar framleiðslu á lúxusbílum sem keppa myndi við BMW, Mercedes Benz og Audi, en þýsku bílarnir seljast eins og heitar lummur í Rússlandi nú. Vilji rússneskra yfirvalda eru einnig á þennan veg og myndu stjórnvöld styðja þann framleiðanda með fjármunum sem út í það færi. Líklegustu fyrirtækin til að taka slaginn eru ZiL, sem smíðað hefur brynvarna lúxusbíla fyrir háttsetta ráðamenn í Rússlandi í nokkurn tíma og GAZ Group sem þekktast er fyrir smíði Volga. BMW seldi 37.515 bíla í Rússlandi og jók söluna um 33% í fyrra. Mercedes Benz seldi 37.436 og var með 29% vöxt og Audi seldi 33.512 og jók söluna þeirra mest, eða um 44%. Athyglivert verður að sjá hvort rússneskum bílaframleiðendum tekst að smíða lúxusbíl sem keppt getur við þá þýsku.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent