Svona vinna rallýpör! Finnur Thorlacius skrifar 15. febrúar 2013 10:30 Unnu í keppni sögufrægra rallbíla, en Sebastien Ogier vann aðalkeppnina í Svíþjóð. Á myndinni sést hvar hinn goðsagnarkenndi rallökumaður Petter Solberg lyftir bíl sínum á meðan eiginkona hans Pernilla gerir við. Þessi mynd náðist um síðustu helgi í heimsbikarkeppninni í rallakstri í Svíþjóð, þ.e. þeim hluta hennar þar sem keppt er á sögufrægum rallbílum og oft af eldri ökuþórum. Þar höfðu hinn norski Petter Solberg og hin sænska kona hans sigur. Þessi frumlega aðferð þeirra virðist því hafa dugað þeim vel og spurning hvort þetta er ekki margæft heimafyrir. Petter ók gömlum Ford Escort MK2 í keppninni en eiginkonan var í hlutverki leiðsögumanns og vélvirkja af myndinni að dæma. Í aðalkeppninn sænska rallsins, sem að mestu fór fram í snjó, vann Sebastien Ogier á Volkswagen Polo bíl og vann sér í leiðinni inn vænan skammt stiga í heimsmeistarakeppninni í rallakstri (WRC). Annar varð nafni hans Sebastien Loeb á Citroën. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent
Unnu í keppni sögufrægra rallbíla, en Sebastien Ogier vann aðalkeppnina í Svíþjóð. Á myndinni sést hvar hinn goðsagnarkenndi rallökumaður Petter Solberg lyftir bíl sínum á meðan eiginkona hans Pernilla gerir við. Þessi mynd náðist um síðustu helgi í heimsbikarkeppninni í rallakstri í Svíþjóð, þ.e. þeim hluta hennar þar sem keppt er á sögufrægum rallbílum og oft af eldri ökuþórum. Þar höfðu hinn norski Petter Solberg og hin sænska kona hans sigur. Þessi frumlega aðferð þeirra virðist því hafa dugað þeim vel og spurning hvort þetta er ekki margæft heimafyrir. Petter ók gömlum Ford Escort MK2 í keppninni en eiginkonan var í hlutverki leiðsögumanns og vélvirkja af myndinni að dæma. Í aðalkeppninn sænska rallsins, sem að mestu fór fram í snjó, vann Sebastien Ogier á Volkswagen Polo bíl og vann sér í leiðinni inn vænan skammt stiga í heimsmeistarakeppninni í rallakstri (WRC). Annar varð nafni hans Sebastien Loeb á Citroën.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent