Biðst velvirðingar á ummælum um Kúbu norðursins VG skrifar 14. febrúar 2013 09:42 Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, biðst velvirðingar á því að hafa líkt Íslandi við Kúbu þegar hann var spurður út í það hvað gæti gerst felldu Íslendingar fyrsta Icesave samninginn árið 2009. Þetta kemur fram í svargrein Gylfa við grein Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis sem ber heitið „Kerfisbundnar rangfærslur" og birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Heiðar Már sagði að síðan Gylfi steig inn í stjórnmálin hafi hann sagt og gert ýmislegt sem orkaði tvímælis. Hann vill meina að fyrrverandi ráðherrann hafi haft kerfisbundið rangt fyrir sér. Svo tekur Heiðar meðal annars dæmi um aðkomu og ummæli Gylfa um SpKef og Byr, Landsbanka Íslands, Icesave og einnig bága stöðu Orkuveitunnar. Um Orkuveituna skrifar Heiðar Már: „Gylfi situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Það fyrirtæki skuldar meira en 20 sinnum erlendar tekjur sínar til alþjóðlegra kröfuhafa. Til að setja hlutina í samhengi þá er það 5 sinnum meira en eðlilegt og sjálfbært getur talist. Í ljósi undangenginna atburða þyrfti að endursemja við erlenda kröfuhafa en Gylfi vill þar ekkert aðhafast. Enda hefur hann marglýst því yfir að skuldir sem stofnað var til fyrir hrun skuli greiða, með góðu eða illu." Þessu svarar Gylfi í dag með því að tekist hefði að snúa rekstri Orkuveitunnar og að nauðasamningar fyrir Orkuveituna myndu sjálfkrafa þýða nauðasamningar fyrir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög sem ábyrgjast lán Orkuveitunnar. Slíkt sé þó ekki raunin, staða Orkuveitunnar sé mun betri nú að sögn Gylfa. Svo bætir Gylfi við: „Í ljósi þess að Heiðar Már gerir svo mikið úr fjárhagsvandræðum Orkuveitunnar og þörf hennar að hans mati fyrir nauðasamninga skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. Það hefði verið eðlilegt að upplýsa um það í grein sem þessari." Sjálfur upplýsir Gylfi ekki um meintu aðkomu Heiðars Más ef til nauðasamninga kæmi. Gylfi lýkur grein sinni á því að svara Heiðar varðandi Icesave og skrifar: „Að lokum, Icesave. Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heiðar Már líklega ósammála og verðum það áfram." Tengdar fréttir Skilningur og misskilningur Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14. febrúar 2013 06:00 Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 11. febrúar 2013 13:27 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, biðst velvirðingar á því að hafa líkt Íslandi við Kúbu þegar hann var spurður út í það hvað gæti gerst felldu Íslendingar fyrsta Icesave samninginn árið 2009. Þetta kemur fram í svargrein Gylfa við grein Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis sem ber heitið „Kerfisbundnar rangfærslur" og birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Heiðar Már sagði að síðan Gylfi steig inn í stjórnmálin hafi hann sagt og gert ýmislegt sem orkaði tvímælis. Hann vill meina að fyrrverandi ráðherrann hafi haft kerfisbundið rangt fyrir sér. Svo tekur Heiðar meðal annars dæmi um aðkomu og ummæli Gylfa um SpKef og Byr, Landsbanka Íslands, Icesave og einnig bága stöðu Orkuveitunnar. Um Orkuveituna skrifar Heiðar Már: „Gylfi situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Það fyrirtæki skuldar meira en 20 sinnum erlendar tekjur sínar til alþjóðlegra kröfuhafa. Til að setja hlutina í samhengi þá er það 5 sinnum meira en eðlilegt og sjálfbært getur talist. Í ljósi undangenginna atburða þyrfti að endursemja við erlenda kröfuhafa en Gylfi vill þar ekkert aðhafast. Enda hefur hann marglýst því yfir að skuldir sem stofnað var til fyrir hrun skuli greiða, með góðu eða illu." Þessu svarar Gylfi í dag með því að tekist hefði að snúa rekstri Orkuveitunnar og að nauðasamningar fyrir Orkuveituna myndu sjálfkrafa þýða nauðasamningar fyrir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög sem ábyrgjast lán Orkuveitunnar. Slíkt sé þó ekki raunin, staða Orkuveitunnar sé mun betri nú að sögn Gylfa. Svo bætir Gylfi við: „Í ljósi þess að Heiðar Már gerir svo mikið úr fjárhagsvandræðum Orkuveitunnar og þörf hennar að hans mati fyrir nauðasamninga skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. Það hefði verið eðlilegt að upplýsa um það í grein sem þessari." Sjálfur upplýsir Gylfi ekki um meintu aðkomu Heiðars Más ef til nauðasamninga kæmi. Gylfi lýkur grein sinni á því að svara Heiðar varðandi Icesave og skrifar: „Að lokum, Icesave. Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heiðar Már líklega ósammála og verðum það áfram."
Tengdar fréttir Skilningur og misskilningur Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14. febrúar 2013 06:00 Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 11. febrúar 2013 13:27 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Skilningur og misskilningur Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14. febrúar 2013 06:00
Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 11. febrúar 2013 13:27