Volkswagen borgar 1.200.000 í bónus Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2013 15:31 Ágætasta ávísun er á leiðinni til hvers einasta starfsmanns Volkswagen Laun og bónusar forstjórans voru 1.827 milljónir króna. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er örlátur við starfsfólk sitt og hefur líklega efni á því þar sem fyrirtækið hefur aldrei hagnast meira en í fyrra. Bónusinn fyrir árið 2012 nemur 1,2 milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Væn er sú upphæð ofan á regluleg laun, en engu að síður er þessi bónus nú 4% lægri en í fyrra. Bónus forstjórans, Martin Winterkorn, eru þó örlítið hærri en hjá venjulegum starfsmanni á gólfi, eða 1.827 milljónir króna. Eru þá reyndar talin saman laun og bónusar fyrir árið. Árið 2011 voru laun Winterkorn þó hærri, eða 2.205 milljónir króna. Það þótti sumum nokkuð ofaukið og blöskraði svo mörgum í heimalandinu Þýskalandi að laun hans og bónusar voru lækkaðir þrátt fyrir aukinn hagnað. Volkswagen býst við að hagnaður ársins í ár verði svipaður og í fyrra. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent
Laun og bónusar forstjórans voru 1.827 milljónir króna. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er örlátur við starfsfólk sitt og hefur líklega efni á því þar sem fyrirtækið hefur aldrei hagnast meira en í fyrra. Bónusinn fyrir árið 2012 nemur 1,2 milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Væn er sú upphæð ofan á regluleg laun, en engu að síður er þessi bónus nú 4% lægri en í fyrra. Bónus forstjórans, Martin Winterkorn, eru þó örlítið hærri en hjá venjulegum starfsmanni á gólfi, eða 1.827 milljónir króna. Eru þá reyndar talin saman laun og bónusar fyrir árið. Árið 2011 voru laun Winterkorn þó hærri, eða 2.205 milljónir króna. Það þótti sumum nokkuð ofaukið og blöskraði svo mörgum í heimalandinu Þýskalandi að laun hans og bónusar voru lækkaðir þrátt fyrir aukinn hagnað. Volkswagen býst við að hagnaður ársins í ár verði svipaður og í fyrra.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent