McLaren P1 í 300 á 17 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2013 11:15 P1 skipar sér á stall meðal allra hraðskreiðustu ofurbíla. Nýi bíll McLaren sem fengið hefur nafnið P1 verður ári snöggur ef tölurnar sem fyrirtækið sendi frá sér í gær um bílinn eru réttar. Áður hafði komið fram að hann verður 903 hestöfl, en hann mun komast í hundraðið á innan við 3 sekúndum, 200 á undir 7 sekúndum og 300 á 17 sekúndum. Það er 11 sekúndum betri tími en ofurbíllinn McLaren F1 á. Með þessum tölum skipar McLaren P1 bíllinn sér á stall meðal ofurbíla eins og Bugatti, Koenigsegg og Hennessey. Þessir bílar eru hraðskreiðustu fjöldaframleiddu götubílar heims. Enginn þeirra er ódýr en hinn nýi McLaren P1 mun kosta 1.150.000 dollara eða 144 milljónir króna í Bandaríkjunum. Hingað kominn er óhætt að tvöfalda þá upphæð. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent
P1 skipar sér á stall meðal allra hraðskreiðustu ofurbíla. Nýi bíll McLaren sem fengið hefur nafnið P1 verður ári snöggur ef tölurnar sem fyrirtækið sendi frá sér í gær um bílinn eru réttar. Áður hafði komið fram að hann verður 903 hestöfl, en hann mun komast í hundraðið á innan við 3 sekúndum, 200 á undir 7 sekúndum og 300 á 17 sekúndum. Það er 11 sekúndum betri tími en ofurbíllinn McLaren F1 á. Með þessum tölum skipar McLaren P1 bíllinn sér á stall meðal ofurbíla eins og Bugatti, Koenigsegg og Hennessey. Þessir bílar eru hraðskreiðustu fjöldaframleiddu götubílar heims. Enginn þeirra er ódýr en hinn nýi McLaren P1 mun kosta 1.150.000 dollara eða 144 milljónir króna í Bandaríkjunum. Hingað kominn er óhætt að tvöfalda þá upphæð.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent