Aston Martin Shooting Brake í Genf Finnur Thorlacius skrifar 25. febrúar 2013 15:45 Er sérstaklega langur og óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþega. Margir virðast ætla að elta Mercedes Benz með Shooting Brake bílinn og Porsche með fjögurra sæta lúxusfjölskyldubílinn Panamera. Hefur nú Aston Martin bæst í þann hóp. Bíllinn sá hefur fengið nafnið Aston Martin Rapide Shooting Brake og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf sem byrjar í næsta mánuði. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Aston Martin kemur fram með svona bíl því fyrirtækið kynnti árið 2004 svokallaðan 2+2 bíl sem byggður var á Aston Martin Vanquish. Nýi bíllinn verður með V12 vél sem skilar 470 hestöflum. Innréttingin er sérlega falleg í bílnum með tvítóna leðri. Bíllinn er að sjálfsögðu óvenju langur, en einnig óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþegana. Einnig er skottið tiltölulega stórt. Bíllinn verður sýndur við hlið Aston Martin Rapide S í Genf.Hrikalega flott innrétting með tvítóna leðri Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent
Er sérstaklega langur og óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþega. Margir virðast ætla að elta Mercedes Benz með Shooting Brake bílinn og Porsche með fjögurra sæta lúxusfjölskyldubílinn Panamera. Hefur nú Aston Martin bæst í þann hóp. Bíllinn sá hefur fengið nafnið Aston Martin Rapide Shooting Brake og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf sem byrjar í næsta mánuði. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Aston Martin kemur fram með svona bíl því fyrirtækið kynnti árið 2004 svokallaðan 2+2 bíl sem byggður var á Aston Martin Vanquish. Nýi bíllinn verður með V12 vél sem skilar 470 hestöflum. Innréttingin er sérlega falleg í bílnum með tvítóna leðri. Bíllinn er að sjálfsögðu óvenju langur, en einnig óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþegana. Einnig er skottið tiltölulega stórt. Bíllinn verður sýndur við hlið Aston Martin Rapide S í Genf.Hrikalega flott innrétting með tvítóna leðri
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent