Tíska og hönnun

Er ferming á næsta leiti?

Bríet Ósk Guðrúnardóttir og innanhúsarkitekt. skrifa
Dúskar hengdir yfir borð og sælgæti til skrauts kemur skemmtilega út! Skoðið blöð, bækur og heimasíður til að fá frumlegar og flottar hugmyndir fyrir fermingarveisluna.
Dúskar hengdir yfir borð og sælgæti til skrauts kemur skemmtilega út! Skoðið blöð, bækur og heimasíður til að fá frumlegar og flottar hugmyndir fyrir fermingarveisluna.
Það reynist þrautin þyngri að halda og skipuleggja fermingarveislu.

Það er að mörgu að huga og þar á meðal hverslags veislu skal halda og hvað hún má kosta.

Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir veisluna sem gætu gert þennan stóra dag enn eftirminnilegri.

Franskar makkarónur hafa slegið í gegn og eiga vel heima í flottri fermingarveislu.

Gult gult gult og aftur gult - fyrir þá sem þora er gulur ákaflega líflegur og flottur litur í veisluna.

Marglitaðar blöðrur skapa einstaklega skemmtilega stemmningu - sérstaklega í stórum rýmum.

Heimatilbúið skraut og föndur gleður alltaf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×