Forréttindi að ala börnin upp í sveit Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2013 21:25 Sveitabæir í Hnappadal og skóli sveitarinnar, Laugagerðisskóli, voru heimsóttir í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Hundatamning á bænum Dalsmynni og sónarskoðun sauðfjár á bænum Ystu-Görðum var meðal þess sem áhorfendur fengu að kynnast. Einnig var fjallað um kynslóðaskipti í sveitum og rætt við ungt fólk sem tekið hefur við búskap og unga heimasætu sem dreymir um að verða sauðfjárbóndi. „Þetta er það sem maður óskar sér, að geta alið börnin sín upp í sveit. Bara gríðarleg forréttindi," sagði Guðný Linda Gísladóttir úr Grundarfirði, sem nú er orðin bóndi í Dalsmynni ásamt manni sínum, Atla Sveini Svanssyni. Þau eiga tvö ung börn og reka búið með foreldrum Atla Sveins, þeim Svani Guðmundssyni og Höllu Guðmundsdóttur, en Halla er jafnframt kennari í Laugagerðisskóla. Kýrnar eru aðalbústofnininn en í Dalsmynni eru einnig kindur, hestar og hænsn og ræktun og tamning smalahunda er aukabúgrein sem Svanur hefur komið sér upp. Hann hefur í fimmtán ár tamið smalahunda, og rakað inn verðlaunum, og í þættinum sýndi hann hvernig góðir hundar gagnast bændum við smölun. Á Ystu-Görðum búa þau Andrés Ölversson og Þóra Sif Kópsdóttir ásamt þremur börnum og yfir þúsund fjár, - og til þeirra var mættur bóndi úr Dölum, með sónartæki, Guðbrandur Þorkelsson, til að telja fóstrin í ánum. Þar á bæ vakti einnig athygli að kindurnar fá kavíar og síld að éta og 18 ára dóttir, Ragnhildur Andrésdóttir, lýsti framtíðardraumum sínum um að vera með kindur í þessari fögru sveit. Skóli sveitarinnar í Laugagerði er með þeim fámennustu á landinu. Rekstur skólans er dýr fyrir sveitarfélagið og uggur meðal íbúanna um framtíð hans, sem virðast þó staðráðnir í að verja skólann. Í veglegum byggingum með heimavist voru 120 nemendur á blómaskeiði skólans en nú eru 23 börn í grunnskólanum og 8 börn í leikskóla. Þar finnst heitt vatn í jörðu sem nýtist sundlaug og til húsahitunar og þaðan liggur hitaveita til nærliggjandi sveitabæja. Hreppsbúar leggja metnað sinn í að hlúa að skólastarfinu og Kristín Björk Guðmundsdóttir skólastjóri lýsir bjartsýni um framtíðina í Hnappadal. Hún segist hafa fulla trú á því að unga fólkið snúi aftur í sveitina og samfélagið eigi eftir að blómstra. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan. Eyja- og Miklaholtshreppur Um land allt Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Sveitabæir í Hnappadal og skóli sveitarinnar, Laugagerðisskóli, voru heimsóttir í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Hundatamning á bænum Dalsmynni og sónarskoðun sauðfjár á bænum Ystu-Görðum var meðal þess sem áhorfendur fengu að kynnast. Einnig var fjallað um kynslóðaskipti í sveitum og rætt við ungt fólk sem tekið hefur við búskap og unga heimasætu sem dreymir um að verða sauðfjárbóndi. „Þetta er það sem maður óskar sér, að geta alið börnin sín upp í sveit. Bara gríðarleg forréttindi," sagði Guðný Linda Gísladóttir úr Grundarfirði, sem nú er orðin bóndi í Dalsmynni ásamt manni sínum, Atla Sveini Svanssyni. Þau eiga tvö ung börn og reka búið með foreldrum Atla Sveins, þeim Svani Guðmundssyni og Höllu Guðmundsdóttur, en Halla er jafnframt kennari í Laugagerðisskóla. Kýrnar eru aðalbústofnininn en í Dalsmynni eru einnig kindur, hestar og hænsn og ræktun og tamning smalahunda er aukabúgrein sem Svanur hefur komið sér upp. Hann hefur í fimmtán ár tamið smalahunda, og rakað inn verðlaunum, og í þættinum sýndi hann hvernig góðir hundar gagnast bændum við smölun. Á Ystu-Görðum búa þau Andrés Ölversson og Þóra Sif Kópsdóttir ásamt þremur börnum og yfir þúsund fjár, - og til þeirra var mættur bóndi úr Dölum, með sónartæki, Guðbrandur Þorkelsson, til að telja fóstrin í ánum. Þar á bæ vakti einnig athygli að kindurnar fá kavíar og síld að éta og 18 ára dóttir, Ragnhildur Andrésdóttir, lýsti framtíðardraumum sínum um að vera með kindur í þessari fögru sveit. Skóli sveitarinnar í Laugagerði er með þeim fámennustu á landinu. Rekstur skólans er dýr fyrir sveitarfélagið og uggur meðal íbúanna um framtíð hans, sem virðast þó staðráðnir í að verja skólann. Í veglegum byggingum með heimavist voru 120 nemendur á blómaskeiði skólans en nú eru 23 börn í grunnskólanum og 8 börn í leikskóla. Þar finnst heitt vatn í jörðu sem nýtist sundlaug og til húsahitunar og þaðan liggur hitaveita til nærliggjandi sveitabæja. Hreppsbúar leggja metnað sinn í að hlúa að skólastarfinu og Kristín Björk Guðmundsdóttir skólastjóri lýsir bjartsýni um framtíðina í Hnappadal. Hún segist hafa fulla trú á því að unga fólkið snúi aftur í sveitina og samfélagið eigi eftir að blómstra. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.
Eyja- og Miklaholtshreppur Um land allt Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira