Körfubolti

NBA í nótt: Tíundi sigur Miami í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James og Dwyane Wade.
LeBron James og Dwyane Wade. Mynd/AP
LeBron James var með þrefalda tvennu þegar að lið hans, Miami Heat, hafði betur gegn Philadelphia í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Lokatölur voru 114-90 en James var með sextán stig, ellefu stoðsendingar og tíu fráköst. Dwyane Wade var einnig öflugur með 33 stig.

Meistararnir í Miami hafa nú unnið 39 leiki alls og eru með þægilega forystu á toppi Austurdeildarinnar. Jrue Holiday var með 21 stig og Nick Young nítján fyrir Philadelphia.

LA Clippers vann Utah, 107-94, þar sem Caron Butler skoraði 21 stig. Clippers tapaði með 26 stiga mun fyrir San Antonio í síðasta leik en er nú komið aftur á sigurbraut.

Atanta vann Milwaukee, 103-102, þar sem Al Horford tryggði Milwaukee sigur með körfu þegar 5,9 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann var með 23 stig og ellefu fráköst í leiknum.

Úrslit næturinnar:

Washington - Houston 105-103

Charlotte - Denver 99-113

Orlando - Cleveland 94-118

Philadelphia - Miami 90-114

Detroit - Indiana 72-90

Milwaukee - Atlanta 102-103

LA Clippers - Utah 107-94

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×