Körfubolti

NBA í nótt: San Antonio og Miami í banastuði | James náði ekki 30 stigum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
San Antonio Spurs styrkti í nótt stöðu sína á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta með góðum sigri á LA Clipper á útivelli, 116-90.

San Antonio hefur nú unnið fimm leiki í röð og er með langbesta árangur allra liða í deildinni, hvort sem er í austrinu eða vestrinu.

Tony Parker skoraði 31 stig fyrir San Antonio, auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Hann tapaði boltanum aldrei í leiknum.

Lið San Antonio var eð 59 prósenta skotnýtingu í leiknum sem er félagsmet á þessu tímabili. Leikmenn þess settu niður átta þriggja stiga skot í leiknum.

Matt Barnes skoraði átján stig fyrir Clippers og Blake Griffin sautján. Liðið hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir leik næturinnar.

Einn annar leikur fór fram í deildinni í nótt. Efsta lið Austurdeildarinnar, meistararnir í Miami Heat, hafði betur gegn Chicago á útivelli, 86-67.

LeBron var með 26 stig og tók þar að auki tólf fráköst en þetta var níundi sigur Miami í röð. James var einnig með sjö stoðendingar.

Fyrir leikinn í nótt hafði James skoraði minnst 30 stig í sjö leikjum í röð og þeirri ótrúlegu hrinu því lokið.

Dwyane Wade skoraði sautján stig en sigur Miami-liðsins var öruggur. Þetta var fimmta tap Chicago í síðustu sjö leikjum en stigahæstur í liðinu var Nate Robinson með fjórtán stig.

Úrslit næturinnar:

Chicago - Miami 67-86

LA Clippers - San Antonio 90-116

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×