JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON í Nylon Magazine Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. febrúar 2013 09:30 Guðmundur Jörundsson hefur á stuttum tíma getið sér gott nafn í tískuheiminum, en hann er yfirhönnuður Kormáks og Skjaldar auk þess sem hann byrjaði nýlega með eigin tískulínu undir nafninu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON. Guðmundur hefur hlotið mikla athygli fyrir hönnun sína, bæði hér heima og erlendis. Nýjasta rósin í hnappagatið er ítarleg umfjöllun í herraútgáfu Nylon Magazine í Singapúr. Í greininni var fjallað um bakgrunn Guðmundar sem fatahönnuðar, hvernig hann starfar og um vorlínu JÖR. Guðmundur segir erlend blöð alltaf vera upptekin af því hvaða áhrif Ísland hafi áhrif á hönnunina.Veistu hvað kom til þess að virt tískutímarit í Asíu frétti af þér? „Það fer allt svona í gegnum PR stofuna sem við erum hjá í London. Þeir senda út fréttatilkynningar og ef við vekjum áhuga sækist fólk eftir umfjöllun. Það koma stundum spennandi blöð eða blogg uppúr þessu en oft eitthvað ómerkilegt líka".Frá sýningu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON.Hvað var það við hönnun þína sem Nylon Magazine heillaðist mest af? „Þeir voru hrifnir af andstæðunum og hvernig blandað er saman klassískum nítjándu aldar hefðum við framsæknari stíl. Einnig töluðu þeir mikið um heiminn í kringum línuna og að hann hafi hrifið þá".Guðmundur Jörundsson. Mynd: Baldur Kristjáns.Hverju meigum við búast við frá JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON á Reykjavík Fashion Festival í næsta mánuði? „Það má búast við enn frekari þróun á merkinu og að sjálfsögðu verður fyrsta dömulínan kynnt, en hún fer í sölu næsta haust. Merkið er í mótun og því má alltaf búast við einhverju fersku", segir Guðmundur að lokum. Þessa dagna stendur hann í ströngu við uppsetningu eigin búðar á Laugaveginum, en stefnan er tekin á að opna hana um miðjan mars.Hjartaknúsarinn Joseph Gordon-Levitt prýðir forsíðu tímaritsins þar sem fjallað er um hönnun Guðmundar Jörundssonar. RFF Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Guðmundur Jörundsson hefur á stuttum tíma getið sér gott nafn í tískuheiminum, en hann er yfirhönnuður Kormáks og Skjaldar auk þess sem hann byrjaði nýlega með eigin tískulínu undir nafninu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON. Guðmundur hefur hlotið mikla athygli fyrir hönnun sína, bæði hér heima og erlendis. Nýjasta rósin í hnappagatið er ítarleg umfjöllun í herraútgáfu Nylon Magazine í Singapúr. Í greininni var fjallað um bakgrunn Guðmundar sem fatahönnuðar, hvernig hann starfar og um vorlínu JÖR. Guðmundur segir erlend blöð alltaf vera upptekin af því hvaða áhrif Ísland hafi áhrif á hönnunina.Veistu hvað kom til þess að virt tískutímarit í Asíu frétti af þér? „Það fer allt svona í gegnum PR stofuna sem við erum hjá í London. Þeir senda út fréttatilkynningar og ef við vekjum áhuga sækist fólk eftir umfjöllun. Það koma stundum spennandi blöð eða blogg uppúr þessu en oft eitthvað ómerkilegt líka".Frá sýningu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON.Hvað var það við hönnun þína sem Nylon Magazine heillaðist mest af? „Þeir voru hrifnir af andstæðunum og hvernig blandað er saman klassískum nítjándu aldar hefðum við framsæknari stíl. Einnig töluðu þeir mikið um heiminn í kringum línuna og að hann hafi hrifið þá".Guðmundur Jörundsson. Mynd: Baldur Kristjáns.Hverju meigum við búast við frá JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON á Reykjavík Fashion Festival í næsta mánuði? „Það má búast við enn frekari þróun á merkinu og að sjálfsögðu verður fyrsta dömulínan kynnt, en hún fer í sölu næsta haust. Merkið er í mótun og því má alltaf búast við einhverju fersku", segir Guðmundur að lokum. Þessa dagna stendur hann í ströngu við uppsetningu eigin búðar á Laugaveginum, en stefnan er tekin á að opna hana um miðjan mars.Hjartaknúsarinn Joseph Gordon-Levitt prýðir forsíðu tímaritsins þar sem fjallað er um hönnun Guðmundar Jörundssonar.
RFF Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira