Segir Sigurð hafa komið rannsókninni efnislega af stað 21. febrúar 2013 11:38 Björgvin G. Sigurðsson. Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir skýrslugjöf Sigurðar Inga Þórðarsonar varpa skýrara ljósi á málsatvik er tengjast stóra FBI-málinu svokallaða. Nefndin kannar málið þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afturkallaði svokallaða réttarbeiðni FBI mannanna þegar þeir voru hér á landi sumarið 2011. Ögmundur leit svo á að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks á fölskum forsendum. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari segja rannsóknina á Wikileaks þó sömu lögreglurannsókn og þá sem tengdist tölvuárásinni, og upprunalega beiðnin snérist um. Þarna er því ákveðinn meiningarmunur á milli ráðuneytis og embættismannanna. Björgvin segir skýrslu Sigurðar meðal annars varpa ljósi á uppruna málsins, „hann setti sig í samband við bandaríska sendiráðið og bandarísku alríkislögregluna og kom málinu efnislega af stað," segir Björgvin í samtali við fréttastofu og vísar til þess að Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendiráðinu í júní árið 2011 og hélt því fram að hann byggi yfir upplýsingum um yfirvofandi tölvuárás Lulzec hópsins svokallaða, sem átti að beinast að stjórnarráðinu. Í kjölfarið samþykkti innanríkisráðuneytið réttarbeiðni handa fulltrúum FBI til þess að athafna sig hér á landi. Þá voru allar tölvuvarnir stórefldar eins og fram kom í máli Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, þegar nefndin kom síðasta saman. Hann sagðist þá trúa því að árásinni hefði verið afstýrt. Björgvin segir vitnisburð Sigurðar sýna það með enn skýrari hætti að starfsmenn FBI hefðu verið hér á fölskum forsendum þegar þeir tóku fjölmörg viðtöl við Sigurð hér á landi í ágúst sumarið 2011. Björgvin áréttaði einnig að Sigurður hefði afþakkað aðstoð íslenskra yfirvalda vegna þessara viðtala sem tóku tugi klukkustunda og áttu sér stað víðsvega um heiminn að sögn Björgvins. Björgvin segir Sigurð ennfremur hafa staðfest það sem Ögmundur sagði á Alþingi, og Vísir hafði áður greint frá, að bandaríska alríkislögreglan hefði reynt að nota hann sem tálbeitu gegn Wikileaks. Björgvin bætti svo við að hann teldi að Ögmundur hefði brugðist hárrétt við í málinu með því að endurnýja ekki réttarbeiðnina. Þá telur hann ekki að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli ráðuneytisins og ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Þess má geta að rannsóknin vegna tölvuárásarinnar er enn í rannsókn hjá ríkislögreglustjóra. Mál Sigga hakkara Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir skýrslugjöf Sigurðar Inga Þórðarsonar varpa skýrara ljósi á málsatvik er tengjast stóra FBI-málinu svokallaða. Nefndin kannar málið þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afturkallaði svokallaða réttarbeiðni FBI mannanna þegar þeir voru hér á landi sumarið 2011. Ögmundur leit svo á að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks á fölskum forsendum. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari segja rannsóknina á Wikileaks þó sömu lögreglurannsókn og þá sem tengdist tölvuárásinni, og upprunalega beiðnin snérist um. Þarna er því ákveðinn meiningarmunur á milli ráðuneytis og embættismannanna. Björgvin segir skýrslu Sigurðar meðal annars varpa ljósi á uppruna málsins, „hann setti sig í samband við bandaríska sendiráðið og bandarísku alríkislögregluna og kom málinu efnislega af stað," segir Björgvin í samtali við fréttastofu og vísar til þess að Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendiráðinu í júní árið 2011 og hélt því fram að hann byggi yfir upplýsingum um yfirvofandi tölvuárás Lulzec hópsins svokallaða, sem átti að beinast að stjórnarráðinu. Í kjölfarið samþykkti innanríkisráðuneytið réttarbeiðni handa fulltrúum FBI til þess að athafna sig hér á landi. Þá voru allar tölvuvarnir stórefldar eins og fram kom í máli Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, þegar nefndin kom síðasta saman. Hann sagðist þá trúa því að árásinni hefði verið afstýrt. Björgvin segir vitnisburð Sigurðar sýna það með enn skýrari hætti að starfsmenn FBI hefðu verið hér á fölskum forsendum þegar þeir tóku fjölmörg viðtöl við Sigurð hér á landi í ágúst sumarið 2011. Björgvin áréttaði einnig að Sigurður hefði afþakkað aðstoð íslenskra yfirvalda vegna þessara viðtala sem tóku tugi klukkustunda og áttu sér stað víðsvega um heiminn að sögn Björgvins. Björgvin segir Sigurð ennfremur hafa staðfest það sem Ögmundur sagði á Alþingi, og Vísir hafði áður greint frá, að bandaríska alríkislögreglan hefði reynt að nota hann sem tálbeitu gegn Wikileaks. Björgvin bætti svo við að hann teldi að Ögmundur hefði brugðist hárrétt við í málinu með því að endurnýja ekki réttarbeiðnina. Þá telur hann ekki að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli ráðuneytisins og ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Þess má geta að rannsóknin vegna tölvuárásarinnar er enn í rannsókn hjá ríkislögreglustjóra.
Mál Sigga hakkara Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira