Heitustu herratrendin í sumar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2013 09:30 Árið 2013 er spennandi í tískuheiminum og gefur herratískan dömutískunni ekkert eftir. Pönkið sem hefur verið vinsælt síðustu misseri víkur fyrir einfaldari flíkum, klassískum peysum, sterkum litum og fatnaði í fínni kantinum. Lífið fékk Helga Ómarsson, ljósmyndara, bloggara og tískuspekúlant til að segja okkur frá heitustu herratrendum sumarsins.Neonlitir: Neonlitirnir hafa ekki verið áberandi síðustu ár en eru núna að koma ótrúlega sterkir inn. Á sýningarpöllunum sáum við mikið af jakkafötum, útiflíkum, peysum og skyrtum í öllum regnbogans litum. Sterkir og skærir litir verða flottir innan undir einfaldar flíkur, jafnvel peysa í fallegum lit undir jakkaföt. Ég er persónulega ekki viss um að ég treysti mér í þetta trend, en það er þó fallegt fyrir augað. Litir hitta alltaf í mark.Fínn klæðnaður og stuttar buxur: Það var mjög áhugavert að sjá hvert módelið á fætur öðru ganga niður sýningarpallana í stuttbuxum, en það trend mun tröllríða öllu í sumar. Hvort sem þær eru við jakkaföt eða fínar og litríkar stuttbuxur eins og við erum vön. Ég fíla þetta trend í botn!Skaterboy tískan: Bomberjakkar, derhúfur og skyrtur eiga eftir að vera mjög áberandi í sumar. Flíkur með hermanna - og dýramynstri hafa verið að koma sterkt inn síðustu mánuði og verða mjög sýnilegar í sumar. Merki eins og Samsøe Samsøe, ACNE, BOY, Rascals og Topman eru ofarlega í þessum stíl og er gaman að fylgjast með nýju sumarvörunum koma í búðirnar. Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Árið 2013 er spennandi í tískuheiminum og gefur herratískan dömutískunni ekkert eftir. Pönkið sem hefur verið vinsælt síðustu misseri víkur fyrir einfaldari flíkum, klassískum peysum, sterkum litum og fatnaði í fínni kantinum. Lífið fékk Helga Ómarsson, ljósmyndara, bloggara og tískuspekúlant til að segja okkur frá heitustu herratrendum sumarsins.Neonlitir: Neonlitirnir hafa ekki verið áberandi síðustu ár en eru núna að koma ótrúlega sterkir inn. Á sýningarpöllunum sáum við mikið af jakkafötum, útiflíkum, peysum og skyrtum í öllum regnbogans litum. Sterkir og skærir litir verða flottir innan undir einfaldar flíkur, jafnvel peysa í fallegum lit undir jakkaföt. Ég er persónulega ekki viss um að ég treysti mér í þetta trend, en það er þó fallegt fyrir augað. Litir hitta alltaf í mark.Fínn klæðnaður og stuttar buxur: Það var mjög áhugavert að sjá hvert módelið á fætur öðru ganga niður sýningarpallana í stuttbuxum, en það trend mun tröllríða öllu í sumar. Hvort sem þær eru við jakkaföt eða fínar og litríkar stuttbuxur eins og við erum vön. Ég fíla þetta trend í botn!Skaterboy tískan: Bomberjakkar, derhúfur og skyrtur eiga eftir að vera mjög áberandi í sumar. Flíkur með hermanna - og dýramynstri hafa verið að koma sterkt inn síðustu mánuði og verða mjög sýnilegar í sumar. Merki eins og Samsøe Samsøe, ACNE, BOY, Rascals og Topman eru ofarlega í þessum stíl og er gaman að fylgjast með nýju sumarvörunum koma í búðirnar.
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira