Hvernig gera má ljótan bíl ennþá ljótari Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2013 08:45 Þýska breytingafyrirtækið Mansory er ábyrgt fyrir þessu umhverfisslysi. Mercedes Benz G-Class jeppinn hefur aldrei þótt neitt fyrir augað, enda framleiddur fyrst fyrir herinn en síðar boðinn almenningi. Það telst því til nokkurs afreks að gera bílinn ennþá ljótari, en það hefur Mansory, þýsku breytingafyrirtæki, hinsvegar tekist glæsilega. Þessum rándýra bíl hefur verið breytt á þann hátt að hann líkist nú Suzuki Samurai, mörgum sinnum ódýrari bíl. Þrátt fyrir hörmulegt útlitið er mikið lagt í bílinn. Aflmikil vélin sem er í venjulegum G-Class hefur verið tjúnuð í 700 hestöfl. Bíllinn stendur á 24 tommu rándýrum felgum og jafndýrum Vredestein dekkjum. Bíllinn er meira og minna úr koltrefjum og leður úr fjölmörgum kúm skreytir hann að innan. Bílnum fylgja lausir leðurpúðar fyrir aftursætisfarþega….sem er náttúrulega nauðsynlegur aukabúnaður. Mansory hefur gefið þessum ljóta andarunga jafnljótt nafn, eða “Speranza”. Hæfir kjaftur skel. Sjá má nokkrar skár útlítandi breytingar á lúxusbílum frá Mansory í myndskeiðinu hér að ofan, en sumar þeirra gætu þó valdið velgju. Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent
Þýska breytingafyrirtækið Mansory er ábyrgt fyrir þessu umhverfisslysi. Mercedes Benz G-Class jeppinn hefur aldrei þótt neitt fyrir augað, enda framleiddur fyrst fyrir herinn en síðar boðinn almenningi. Það telst því til nokkurs afreks að gera bílinn ennþá ljótari, en það hefur Mansory, þýsku breytingafyrirtæki, hinsvegar tekist glæsilega. Þessum rándýra bíl hefur verið breytt á þann hátt að hann líkist nú Suzuki Samurai, mörgum sinnum ódýrari bíl. Þrátt fyrir hörmulegt útlitið er mikið lagt í bílinn. Aflmikil vélin sem er í venjulegum G-Class hefur verið tjúnuð í 700 hestöfl. Bíllinn stendur á 24 tommu rándýrum felgum og jafndýrum Vredestein dekkjum. Bíllinn er meira og minna úr koltrefjum og leður úr fjölmörgum kúm skreytir hann að innan. Bílnum fylgja lausir leðurpúðar fyrir aftursætisfarþega….sem er náttúrulega nauðsynlegur aukabúnaður. Mansory hefur gefið þessum ljóta andarunga jafnljótt nafn, eða “Speranza”. Hæfir kjaftur skel. Sjá má nokkrar skár útlítandi breytingar á lúxusbílum frá Mansory í myndskeiðinu hér að ofan, en sumar þeirra gætu þó valdið velgju.
Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent