Körfubolti

Fékk þriggja milljóna sekt fyrir högg á viðkvæman stað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Serge Ibaka, framherji Oklahoma City Thunder, slapp við leikmann en þarf að borga 25 þúsund dollara í sekt fyrir og slá Blake Griffin á viðkvæman stað í leik Thunder og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta á sunnudaginn.

Ibaka þarf að greiða þessar rúmu þrjár milljónir í íslenskum krónum en hann fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir þetta brot.

Blake Griffin datt í gólfið sárþjáður eftir höggið frá Ibaka en það gekk mikið á milli þeirra í leiknum.

Kobe Bryant grínaðist með það fyrir leikinn á móti Serge Ibaka og félögum í Oklahoma City Thunder í nótt að hann hefði aldrei látið bjóða sér svona högg á þennan stað.

„Ég hefði örugglega gefið honum einn á hann. Ég hefði hugsað um sársaukann seinna og ráðist strax á hann," sagði Kobe Bryant í meira gríni en alvöru við blaðamann Los Angeles Times.

Það er hægt að sjá höggið hans Serge Ibaka hér fyrir neðan.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×