Volkswagen Golf bíll ársins í Evrópu 2013 Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 22:57 Bíll ársins í Evrópu - Volkswagen Golf Fékk 414 stig í fyrsta sæti og Toyota GT-86 hlaut 202 í annað sæti. Tilkynnt var á bílasýningunni í Genf í dag, sem opnar reyndar formlega á morgun, að Volkswagen Golf hafi verið kosinn Bíll ársins í Evrópu fyrir árið 2013. Golf fékk yfirburðakosningu og hlaut 414 stig, en í öðru sæti varð Toyota GT-86/Subaru BRZ með 202 stig og Volvo V40 í þriðja sæti með 189 stig. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Volkswagen Golf hlýtur þennan titil, en það gerðist einnig árið 1992 og var bíllinn þá af þriðju kynslóð. Nú er hann nýkominn á markað af sjöundu kynslóð. Dómnefndin sagði að Golf hefði hlotið titilinn að þessu sinni vegna óumdeildra gæða hvert sem litið er, til öryggismála, sparneytni, aksturseiginleika og þæginda. Með honum hafi tekist að varðveita fyrri ímynd hans þrátt fyrir að um algerlega nýjan bíl sé að ræða. Volkswagen hafi að auki tekist að stórlétta bílinn, eiginleikum hans og sparneytni til framdráttar. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent
Fékk 414 stig í fyrsta sæti og Toyota GT-86 hlaut 202 í annað sæti. Tilkynnt var á bílasýningunni í Genf í dag, sem opnar reyndar formlega á morgun, að Volkswagen Golf hafi verið kosinn Bíll ársins í Evrópu fyrir árið 2013. Golf fékk yfirburðakosningu og hlaut 414 stig, en í öðru sæti varð Toyota GT-86/Subaru BRZ með 202 stig og Volvo V40 í þriðja sæti með 189 stig. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Volkswagen Golf hlýtur þennan titil, en það gerðist einnig árið 1992 og var bíllinn þá af þriðju kynslóð. Nú er hann nýkominn á markað af sjöundu kynslóð. Dómnefndin sagði að Golf hefði hlotið titilinn að þessu sinni vegna óumdeildra gæða hvert sem litið er, til öryggismála, sparneytni, aksturseiginleika og þæginda. Með honum hafi tekist að varðveita fyrri ímynd hans þrátt fyrir að um algerlega nýjan bíl sé að ræða. Volkswagen hafi að auki tekist að stórlétta bílinn, eiginleikum hans og sparneytni til framdráttar.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent