Volkswagen Golf bíll ársins í Evrópu 2013 Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 22:57 Bíll ársins í Evrópu - Volkswagen Golf Fékk 414 stig í fyrsta sæti og Toyota GT-86 hlaut 202 í annað sæti. Tilkynnt var á bílasýningunni í Genf í dag, sem opnar reyndar formlega á morgun, að Volkswagen Golf hafi verið kosinn Bíll ársins í Evrópu fyrir árið 2013. Golf fékk yfirburðakosningu og hlaut 414 stig, en í öðru sæti varð Toyota GT-86/Subaru BRZ með 202 stig og Volvo V40 í þriðja sæti með 189 stig. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Volkswagen Golf hlýtur þennan titil, en það gerðist einnig árið 1992 og var bíllinn þá af þriðju kynslóð. Nú er hann nýkominn á markað af sjöundu kynslóð. Dómnefndin sagði að Golf hefði hlotið titilinn að þessu sinni vegna óumdeildra gæða hvert sem litið er, til öryggismála, sparneytni, aksturseiginleika og þæginda. Með honum hafi tekist að varðveita fyrri ímynd hans þrátt fyrir að um algerlega nýjan bíl sé að ræða. Volkswagen hafi að auki tekist að stórlétta bílinn, eiginleikum hans og sparneytni til framdráttar. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent
Fékk 414 stig í fyrsta sæti og Toyota GT-86 hlaut 202 í annað sæti. Tilkynnt var á bílasýningunni í Genf í dag, sem opnar reyndar formlega á morgun, að Volkswagen Golf hafi verið kosinn Bíll ársins í Evrópu fyrir árið 2013. Golf fékk yfirburðakosningu og hlaut 414 stig, en í öðru sæti varð Toyota GT-86/Subaru BRZ með 202 stig og Volvo V40 í þriðja sæti með 189 stig. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Volkswagen Golf hlýtur þennan titil, en það gerðist einnig árið 1992 og var bíllinn þá af þriðju kynslóð. Nú er hann nýkominn á markað af sjöundu kynslóð. Dómnefndin sagði að Golf hefði hlotið titilinn að þessu sinni vegna óumdeildra gæða hvert sem litið er, til öryggismála, sparneytni, aksturseiginleika og þæginda. Með honum hafi tekist að varðveita fyrri ímynd hans þrátt fyrir að um algerlega nýjan bíl sé að ræða. Volkswagen hafi að auki tekist að stórlétta bílinn, eiginleikum hans og sparneytni til framdráttar.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent