Corolla og Civic slá út Focus og Cruze Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 16:45 Toyota Corolla var söluhæstur í febrúar í Bandaríkjunum í sínum flokki Í fyrra var Civic söluhæstur í þessum stærðarflokki vestanhafs og Focus í öðru sæti. Mjög grannt er fylgst með sölu einstakra tegunda bíla í Bandaríkjunum og birtast tölur mjög fljótlega eftir hver mánaðarmót. Í flokki smærri fjölskyldubíla, sem er mjög söluhár flokkur bíla, var Toyota Corolla söluhæstur í febrúar með 25 þúsund bíla og Honda Civic annar með 23 þúsund. Í fyrra náði Civic fyrsta sætinu með 27 þúsund bíla en Ford Focus var þá í öðru sæti með sölu 23 þúsund bíla. Þriðja og fjórða sætið nú verma Fod Focus og Chevrolet Cruze með 21 og 18 þúsund bíla sölu. Í því fimmta er Hyundai Elantra, svo Volkswagen Golf (sem heitir Jetta þar vestra), þá Mazda 3 og í því áttunda Nissan Sentra.Níunda og tíunda sætið fylla svo Dodge Dart og Subaru Impreza. Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent
Í fyrra var Civic söluhæstur í þessum stærðarflokki vestanhafs og Focus í öðru sæti. Mjög grannt er fylgst með sölu einstakra tegunda bíla í Bandaríkjunum og birtast tölur mjög fljótlega eftir hver mánaðarmót. Í flokki smærri fjölskyldubíla, sem er mjög söluhár flokkur bíla, var Toyota Corolla söluhæstur í febrúar með 25 þúsund bíla og Honda Civic annar með 23 þúsund. Í fyrra náði Civic fyrsta sætinu með 27 þúsund bíla en Ford Focus var þá í öðru sæti með sölu 23 þúsund bíla. Þriðja og fjórða sætið nú verma Fod Focus og Chevrolet Cruze með 21 og 18 þúsund bíla sölu. Í því fimmta er Hyundai Elantra, svo Volkswagen Golf (sem heitir Jetta þar vestra), þá Mazda 3 og í því áttunda Nissan Sentra.Níunda og tíunda sætið fylla svo Dodge Dart og Subaru Impreza.
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent