Byrjuðu á verðinu Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 09:03 Nýi CLA bíll Benz á að höfða til ungs fólks og verðið vestanhafs er 29.900 dollarar. Nýjasti bíll Mercedes Benz, CLA kostar 29.900 dollara í Bandaríkjunum og það var það fyrsta sem ákveðið var, áður en hann komst á teikniborðið. Þá var Benz að velta fyrir sér hvernig mætti freista ungra kaupenda þar sem annarsstaðar og árið var 2009. Svarið var einfalt – með verði sem ekkert ætti skilt við Mercedes Benz. Með þetta verð var lagt af stað og hannaður bíll sem félli yngri kaupendum í geð og að sjálfsögðu yrði hann með "coupe"-lagi og sportlegur, en framhjóladrifinn til að halda niðri verðinu. Bíllinn kostar því innan við 4 milljónir króna vestanhafs en ekki er ljóst á hvaða verði hann býðst hér á landi en hann er væntanlegur í sölu hjá Öskju í aprílmánuði. Bíllinn átti að minnsta kosti að vera 5.000 dollurum ódýrari en C-Class bílarnir en endaði reyndar 6.375 dollurum lægri, en ódýrasta gerð C-Class kostar 36.275 dollara. Endanlegt verð CLA bílsins var tilkynnt í Bandaríkjunum á Superbowl úrslitaleiknum í Bandarískum fótbolta. Markhópurinn sem Mercedes Benz horfir til með CLA bílnum er á aldrinum 30-40 ára. CLA bíllinn er smíðaður í nýrri verksmiðju Benz í Ungverjalandi og er það ein skýring þess hve bíllinn er ódýr. Laun þar í landi eru talsvert mikið lægri en starfsfólks bílaverksmiðja Benz í Þýskalandi. Verksmiðjan í Ungverjalandi getur nú smíðað 150.000 bíla á ári en gæti aukið framleiðsluna í 300.000 bíla árið 2015. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent
Nýi CLA bíll Benz á að höfða til ungs fólks og verðið vestanhafs er 29.900 dollarar. Nýjasti bíll Mercedes Benz, CLA kostar 29.900 dollara í Bandaríkjunum og það var það fyrsta sem ákveðið var, áður en hann komst á teikniborðið. Þá var Benz að velta fyrir sér hvernig mætti freista ungra kaupenda þar sem annarsstaðar og árið var 2009. Svarið var einfalt – með verði sem ekkert ætti skilt við Mercedes Benz. Með þetta verð var lagt af stað og hannaður bíll sem félli yngri kaupendum í geð og að sjálfsögðu yrði hann með "coupe"-lagi og sportlegur, en framhjóladrifinn til að halda niðri verðinu. Bíllinn kostar því innan við 4 milljónir króna vestanhafs en ekki er ljóst á hvaða verði hann býðst hér á landi en hann er væntanlegur í sölu hjá Öskju í aprílmánuði. Bíllinn átti að minnsta kosti að vera 5.000 dollurum ódýrari en C-Class bílarnir en endaði reyndar 6.375 dollurum lægri, en ódýrasta gerð C-Class kostar 36.275 dollara. Endanlegt verð CLA bílsins var tilkynnt í Bandaríkjunum á Superbowl úrslitaleiknum í Bandarískum fótbolta. Markhópurinn sem Mercedes Benz horfir til með CLA bílnum er á aldrinum 30-40 ára. CLA bíllinn er smíðaður í nýrri verksmiðju Benz í Ungverjalandi og er það ein skýring þess hve bíllinn er ódýr. Laun þar í landi eru talsvert mikið lægri en starfsfólks bílaverksmiðja Benz í Þýskalandi. Verksmiðjan í Ungverjalandi getur nú smíðað 150.000 bíla á ári en gæti aukið framleiðsluna í 300.000 bíla árið 2015.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent