Sýning JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON var á allra vörum eftir gærdaginn á Reykjavík Fashion Festival sem fram fór í Hörpu og stóð að mati margra upp úr á RFF þetta árið. Línan var bæði fyrir dömur og herra, þar sem dragtir og jakkaföt spiluðu mjög stórt hlutverk hjá báðum kynjum. Guðmundur notar nútímaleg mynstur á klassík snið og tekst þannig að færa þann gamaldags sjarma sem hann er þekktur fyrir í nýjan búning.
Innblásturinn var greinilega úr öllum áttum. Förðunin var í anda kvikmyndarinnar Clockwork Orange og sumar fyrirsæturnar voru með klúta fyrir andlitinu eins og bófar. Fallegt og frumlegt hjá JÖR.
Sjáðu fleiri myndir hér.
Innblásturinn var greinilega úr öllum áttum. Förðunin var í anda kvikmyndarinnar Clockwork Orange og sumar fyrirsæturnar voru með klúta fyrir andlitinu eins og bófar. Fallegt og frumlegt hjá JÖR.
Sjáðu fleiri myndir hér.



