Reykjavík Fashion Festival hefst í kvöld Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. mars 2013 09:30 Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival hefst formlega í kvöld. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun setja hátíðina í Gyllta salnum á Hótel Borg að viðstöddum fjölda íslenskra og erlendra fjölmiðla, ásamt áhrifafólki úr tískuheiminum.Rannveig Hrönn Brink, markaðsstjóri Coca-Cola Light á Íslandi mun við sama tilefni veita Ásgrími Má Friðrikssyni, útskriftarnema úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands, viðurkenningu. Hann var fenginn til að útfæra innsetningu á Reykjavik Fashion Festival í ár í samstarfi við þýsku sýningarhönnuðina frá Atelier Kontrast, sem styrkt er af Coca-Cola Light. Innsetningin verður til sýnis á aðaldegi RFF, laugardaginn 16. mars, í Hörpu.Verk Ásgríms ber nafnið HotAir og verður mjög áberandi í Hörpu á laugardaginn.Verkið verður mjög áberandi, en Ásgrímur segir hugmyndina hafa kviknað út frá því að fylla hvít form með sömu efnum og notuð eru við gerð fallhlífa, með lofti. Loftið gerir það að verkum að formin verða á stanslausri hreyfingu og innsetningin virkar lifandi.Ásgrímur Már, fatahönnuður.Rannveig er mjög spennt yfir verkefninu og segir það vera framhald af samstarfi sem Coca-Cola Light vann með íslenska tískumerkinu Shadow Creatures í fyrra. „Við viljum gera okkar besta til að styðja við bakið á íslenskri hönnun, en samstarfið við Shadow Creatures gekk vonum framar. Í þetta sinn fengum við þá hugmynd að gefa einum upprennandi hönnuði tækifæri á að láta ljós sitt skína á RFF. Þetta er alveg einstakt tækifæri fyrir ungan hönnuð, innsetningin verður mjög áberandi og á ekki eftir að fara fram hjá neinum. Að sjálfsögðu verður svo Coke Light á boðstólnum", segir Rannveig.Rannveig var sérstaklega ánægð með samstarfi Coca-Cola Light við Shadow Creatures og vill halda áfram að styrkja fatahönnun.www.rff.is RFF Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival hefst formlega í kvöld. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun setja hátíðina í Gyllta salnum á Hótel Borg að viðstöddum fjölda íslenskra og erlendra fjölmiðla, ásamt áhrifafólki úr tískuheiminum.Rannveig Hrönn Brink, markaðsstjóri Coca-Cola Light á Íslandi mun við sama tilefni veita Ásgrími Má Friðrikssyni, útskriftarnema úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands, viðurkenningu. Hann var fenginn til að útfæra innsetningu á Reykjavik Fashion Festival í ár í samstarfi við þýsku sýningarhönnuðina frá Atelier Kontrast, sem styrkt er af Coca-Cola Light. Innsetningin verður til sýnis á aðaldegi RFF, laugardaginn 16. mars, í Hörpu.Verk Ásgríms ber nafnið HotAir og verður mjög áberandi í Hörpu á laugardaginn.Verkið verður mjög áberandi, en Ásgrímur segir hugmyndina hafa kviknað út frá því að fylla hvít form með sömu efnum og notuð eru við gerð fallhlífa, með lofti. Loftið gerir það að verkum að formin verða á stanslausri hreyfingu og innsetningin virkar lifandi.Ásgrímur Már, fatahönnuður.Rannveig er mjög spennt yfir verkefninu og segir það vera framhald af samstarfi sem Coca-Cola Light vann með íslenska tískumerkinu Shadow Creatures í fyrra. „Við viljum gera okkar besta til að styðja við bakið á íslenskri hönnun, en samstarfið við Shadow Creatures gekk vonum framar. Í þetta sinn fengum við þá hugmynd að gefa einum upprennandi hönnuði tækifæri á að láta ljós sitt skína á RFF. Þetta er alveg einstakt tækifæri fyrir ungan hönnuð, innsetningin verður mjög áberandi og á ekki eftir að fara fram hjá neinum. Að sjálfsögðu verður svo Coke Light á boðstólnum", segir Rannveig.Rannveig var sérstaklega ánægð með samstarfi Coca-Cola Light við Shadow Creatures og vill halda áfram að styrkja fatahönnun.www.rff.is
RFF Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira