Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Kristján Hjálmarsson skrifar 12. mars 2013 15:55 Yfirlitskort yfir Árbótar- og Tjarnarsvæðið. Margir góðir veiðistaðir eru á svæðinu. Mynd/SVFR Veiðisvæði Tjarnar og Árbótar í Aðaldal munu fylgja Nesveiðum í sumar en ekki seld sér eins og verið hefur. Stöngum verður ekki fjölgað á móti. Þetta kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur (SVFR). "Þetta er mikil viðbót fyrir veiðimenn á Nesveiðum, en inn í svæðin bætast nú veiðistaðir líkt og Tjarnarhólmaflúð, Símastrengur, Höskuldarvík, Bótarstrengur, Spónhylur og Brúargerði svo dæmi séu tekin," segir á vef SVFR. "Því mun ekki verða hægt að bóka Tjarnar- og Árbótasvæðið eitt og sér í sumar. Veiðihúsið Lynghóll mun því fylgja svæðum Staðartorfu, Múlatorfu og Presthvamms út sumarið." SVFR samdi við landeigendur í Árbót um leigu á veiðisvæðinu í febrúar 2011. Stangveiði Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði
Veiðisvæði Tjarnar og Árbótar í Aðaldal munu fylgja Nesveiðum í sumar en ekki seld sér eins og verið hefur. Stöngum verður ekki fjölgað á móti. Þetta kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur (SVFR). "Þetta er mikil viðbót fyrir veiðimenn á Nesveiðum, en inn í svæðin bætast nú veiðistaðir líkt og Tjarnarhólmaflúð, Símastrengur, Höskuldarvík, Bótarstrengur, Spónhylur og Brúargerði svo dæmi séu tekin," segir á vef SVFR. "Því mun ekki verða hægt að bóka Tjarnar- og Árbótasvæðið eitt og sér í sumar. Veiðihúsið Lynghóll mun því fylgja svæðum Staðartorfu, Múlatorfu og Presthvamms út sumarið." SVFR samdi við landeigendur í Árbót um leigu á veiðisvæðinu í febrúar 2011.
Stangveiði Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði