Porsche 911 GT3 með afturhjólastýringu 13. mars 2013 11:15 Fór Nürburgring brautina á 7:30 og er 3,5 sekúndur í hundraðið. Heimsfrumsýning stendur nú yfir á nýjum Porsche 911 GT3 á bílasýningunni í Genf. Hún ber upp á 50. afmælisári 911 bílsins. Porsche er með stórhuga áform um nýjungar á sviði sportbíla með keppnisgenum. Nýr 911 GT3 er af fimmtu kynslóð og hann skipar sér framarlega meðal hreinræktaðra sportbíla Porsche sem byggja á vélarafli án forþjöpputækni. Bíllinn kemur með nýrri boxervél og gírskiptingu. Auk þess er yfirbygging og undirvagn algjörlega ný af nálinni og skýrt dæmi um áframhaldandi þróun 911 GT3 sem sést glögglega á mikilli bætingu í afkastagetu. Tölurnar tala sínu máli varðandi GT3. Hestöflin eru 475 og hlutfall afls og þyngdar er 3 kg á hvert hestafl. Hröðun í 100 km hraða er 3,5 sekúndur og 200 km hraða á innan við tólf sekúndum. GT3 kláraði Nürburgring Nordschleife á undir 7,30 mínútum. Einn af tæknilegum hápunktum 911 GT3 er virk afturhjólastýring sem í fyrsta sinn er kynnt í framleiðslugerð Porsche. Hún stuðlar að enn nákvæmari stýringu og mótvægi gegn hliðarkröftum. Það ræðst af hraða bílsins hvort afturhjólastýringin beini hjólunum í sömu átt og framhjólin snúa eða í andstæða átt til að auka stöðugleika bílsins og kvikleika. Aflrás hins nýja 911 GT3 er sex strokka boxer-vél með 3,8 lítra slagrými. Hún skilar sem fyrr segir 475 hestöflum við 8.250 snúninga á mínútu. Tengd við hana er tvíkúplandi 7 gíra PDK gírkassi sem leiðir vélaraflið til afturhjólanna. Hönnun vélarinnar byggir á vél 911 Carrera S en einungis fáanlegir íhlutir í vélunum eru þeir sömu. Flestir íhlutir, ekki síst sveifarásinn og kambásinn, voru sérstaklega aðlagaðir eða hannaðir fyrir GT3. Nýr Porsche 911 GT3 kemur á markað í Evrópu í ágúst á þessu ári. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent
Fór Nürburgring brautina á 7:30 og er 3,5 sekúndur í hundraðið. Heimsfrumsýning stendur nú yfir á nýjum Porsche 911 GT3 á bílasýningunni í Genf. Hún ber upp á 50. afmælisári 911 bílsins. Porsche er með stórhuga áform um nýjungar á sviði sportbíla með keppnisgenum. Nýr 911 GT3 er af fimmtu kynslóð og hann skipar sér framarlega meðal hreinræktaðra sportbíla Porsche sem byggja á vélarafli án forþjöpputækni. Bíllinn kemur með nýrri boxervél og gírskiptingu. Auk þess er yfirbygging og undirvagn algjörlega ný af nálinni og skýrt dæmi um áframhaldandi þróun 911 GT3 sem sést glögglega á mikilli bætingu í afkastagetu. Tölurnar tala sínu máli varðandi GT3. Hestöflin eru 475 og hlutfall afls og þyngdar er 3 kg á hvert hestafl. Hröðun í 100 km hraða er 3,5 sekúndur og 200 km hraða á innan við tólf sekúndum. GT3 kláraði Nürburgring Nordschleife á undir 7,30 mínútum. Einn af tæknilegum hápunktum 911 GT3 er virk afturhjólastýring sem í fyrsta sinn er kynnt í framleiðslugerð Porsche. Hún stuðlar að enn nákvæmari stýringu og mótvægi gegn hliðarkröftum. Það ræðst af hraða bílsins hvort afturhjólastýringin beini hjólunum í sömu átt og framhjólin snúa eða í andstæða átt til að auka stöðugleika bílsins og kvikleika. Aflrás hins nýja 911 GT3 er sex strokka boxer-vél með 3,8 lítra slagrými. Hún skilar sem fyrr segir 475 hestöflum við 8.250 snúninga á mínútu. Tengd við hana er tvíkúplandi 7 gíra PDK gírkassi sem leiðir vélaraflið til afturhjólanna. Hönnun vélarinnar byggir á vél 911 Carrera S en einungis fáanlegir íhlutir í vélunum eru þeir sömu. Flestir íhlutir, ekki síst sveifarásinn og kambásinn, voru sérstaklega aðlagaðir eða hannaðir fyrir GT3. Nýr Porsche 911 GT3 kemur á markað í Evrópu í ágúst á þessu ári.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent