Fjögurra strokka Mustang Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2013 13:45 Ætlaður í fyrstu aðeins fyrir Evrópumarkað. Flestir tengja Ford Mustang við stórar og aflmiklar 8 strokka velar sem fara óspart með sopann. Ford áformar hinsvegar að bjóða brátt sportbílinn klassíska með fjögurra strokka vél. Þó svo strokkarnir verði ekki margir er vélin enginn aukvisi því hún á að skila meira afli en 6 strokka vélin sem nú er í boði í bílnum, en hún er 305 hestöfl. Fjögurra strokka vélin verður með 2,3 lítra sprengirými og af EcoBoost gerð, eins og í mörgum bílum Ford í dag. Ford mun áfram bjóða Mustang með 8 strokka vél, en hún skilar yfir 400 hestöflum í GT gerð bílsins. Búist er við því að fjögurra strokka bíllinn verði boðinn með beinskiptingu auk sjálfskiptingar með flipaskiptingu í stýri. Heimildir herma að bíllinn sé ætlaður til sölu í Evrópu, í fyrstu að minnsta kosti en verði svo hugsanlega líka í boði vestanhafs. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent
Ætlaður í fyrstu aðeins fyrir Evrópumarkað. Flestir tengja Ford Mustang við stórar og aflmiklar 8 strokka velar sem fara óspart með sopann. Ford áformar hinsvegar að bjóða brátt sportbílinn klassíska með fjögurra strokka vél. Þó svo strokkarnir verði ekki margir er vélin enginn aukvisi því hún á að skila meira afli en 6 strokka vélin sem nú er í boði í bílnum, en hún er 305 hestöfl. Fjögurra strokka vélin verður með 2,3 lítra sprengirými og af EcoBoost gerð, eins og í mörgum bílum Ford í dag. Ford mun áfram bjóða Mustang með 8 strokka vél, en hún skilar yfir 400 hestöflum í GT gerð bílsins. Búist er við því að fjögurra strokka bíllinn verði boðinn með beinskiptingu auk sjálfskiptingar með flipaskiptingu í stýri. Heimildir herma að bíllinn sé ætlaður til sölu í Evrópu, í fyrstu að minnsta kosti en verði svo hugsanlega líka í boði vestanhafs.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent