Konurnar halda forsetanum á tánum í klæðaburði Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 29. mars 2013 18:53 Ólafur Ragnar Grímsson er á meðal tíu best klæddu þjóðarleiðtoga heims að mati eins stærsta tískutímarits Bandaríkjanna. Það er tímaritið Vanity Fair sem tekur listann saman en þar segir að stíll Ólafs sé fágaður og er honum sérstaklega hrósað fyrir gleraugun og tvíhneppt jakkaföt. Jakkafatavalið er sagt minna á breskt háskólasamfélag á þriðja áratug síðustu aldar en gleraugun séu hins vegar í bandarískum flugmannastíl frá sjöunda áratugnum. Þá er einnig minnst á spjátrungslega hárgreiðslu forsetans, sem sögð er hans eigin. Á listanum með Ólafi eru ekki ómerkari menn en Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron forsætisráðherra Breta. Hugrún Halldórsdóttir hitti Svavar Örn og Friðrik Ómar í dag sem segja konurnar í lífi forsetans hafa haldið honum á tánum hvað varðar klæðaburð í gegnum tíðina. Þeir segja forsetann vel eiga heima á listanum góða og að tíðindin séu gleðileg þar sem hann hafi hingað til fallið eilítið í skuggann á Dorrit forsetafrú. „Þegar ég var að vinna upp á Stöð 2 í sminkinu kom hann oft þarna. Ég hef séð hann allt frá því að vera í kaðlapeysu sem fjármálaráðherra og allt upp í það að vera forsetaframbjóðandi og forseti,“ segir Svavar Örn. „Hann hefur haft gullfallegar konur alltaf sér við hlið sem eflaust hafa náð að aðstoða manninn einhvern veginn og hann er greinilega að njóta góðs af því,“ bætir hann við. Friðrik Ómar segir að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið reffilegur og flottur. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er á meðal tíu best klæddu þjóðarleiðtoga heims að mati eins stærsta tískutímarits Bandaríkjanna. Það er tímaritið Vanity Fair sem tekur listann saman en þar segir að stíll Ólafs sé fágaður og er honum sérstaklega hrósað fyrir gleraugun og tvíhneppt jakkaföt. Jakkafatavalið er sagt minna á breskt háskólasamfélag á þriðja áratug síðustu aldar en gleraugun séu hins vegar í bandarískum flugmannastíl frá sjöunda áratugnum. Þá er einnig minnst á spjátrungslega hárgreiðslu forsetans, sem sögð er hans eigin. Á listanum með Ólafi eru ekki ómerkari menn en Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron forsætisráðherra Breta. Hugrún Halldórsdóttir hitti Svavar Örn og Friðrik Ómar í dag sem segja konurnar í lífi forsetans hafa haldið honum á tánum hvað varðar klæðaburð í gegnum tíðina. Þeir segja forsetann vel eiga heima á listanum góða og að tíðindin séu gleðileg þar sem hann hafi hingað til fallið eilítið í skuggann á Dorrit forsetafrú. „Þegar ég var að vinna upp á Stöð 2 í sminkinu kom hann oft þarna. Ég hef séð hann allt frá því að vera í kaðlapeysu sem fjármálaráðherra og allt upp í það að vera forsetaframbjóðandi og forseti,“ segir Svavar Örn. „Hann hefur haft gullfallegar konur alltaf sér við hlið sem eflaust hafa náð að aðstoða manninn einhvern veginn og hann er greinilega að njóta góðs af því,“ bætir hann við. Friðrik Ómar segir að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið reffilegur og flottur.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira