Gullnáma fyrir fluguhnýtingarmenn Trausti Hafliðason skrifar 28. mars 2013 21:46 Rykmý við Elliðavatn, nánar tiltekið stóra toppfluga. Mynd / Trausti Hafliðason Veiðiáhugamenn, sérstaklega þeir sem eru að egna fyrir silungi í Hólmsá, Elliðavatni og Elliðaám, gætu haft gaman af því að skoða nýja skýrslu um smádýrarannsóknir í þessu vatnakerfi. Í skýrslunni er að finna mikilvægar upplýsingar um þessi litlu dýr, sem eru jú æti urriðans og bleikjunnar. Skýrslan er vafalaust gullnáma fyrir færa fluguhnýtingarmenn. Vistkerfi Elliðaánna er merkilegt. Fáar ef þá einhverjar borgir státa af jafn hreinu og náttúrulegu vatnakerfi með gjöfulu lax - og silungaveiðisvæði innan borgarmarka sinna. Vegna þess hversu mikilvægt og viðkvæmt þetta vatnakerfi er hefur verið fylgst með því náið allt síðan um 1990. Athygli vekur að stór gloppa er í þessum rannsóknum því enn hafa niðurstöður rannsókna á tímabilinu 1997 til 2010 ekki verið birtar. Nýlega var hins vegar gerð opinber skýrsla Náttúrufræðistofu Kópavogs sem árið 2011 tók við smádýrarannsóknum á svæðinu. Skýrslan, sem nefnist „Vöktun á lífríki Elliðaánna árið 2012" var unnin fyrir Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Þess má geta að árið 2011 tóku Laxfiskar ehf., við vöktun fiskistofna Elliðaánna. Varpa ljósi á smádýrastofninn Rannsókn Nátturfræðistofu Kópavogs byggir á sýnatöku sem fór fram í fyrrihluta september á síðasta ári. Tekin voru botnsýni á þremur stöðvum á vatnasviði Elliðaánna. Efsta stöðin var ofarlega í vatnakerfinu, í Hólmsá, næsta stöð var um miðbik þess, rétt neðan Elliðavatns (stöð 1), og þriðja stöðin var neðarlega, við svokallaðan Móhyl (stöð 4). „Megintilgangur rannsóknarinnar var að fylgja eftir fyrri rannsóknum á lífríki Elliðaánna sem varpa ljósi á ástand mikilvægra smádýrastofna í vistkerfinu," segir í skýrslunni. „Reglubundin vöktun er tól til að fylgjast með mögulegum áhrifum álagsþátta á vistkerfi ánna. Slíkir álagsþættir geta m.a. tengst umferð og byggð."Rykmý og bitmý ríkjandi Í samantekt skýrslunnar segir: „Rykmý og bitmý voru ríkjandi botndýrahópar í vistkerfi Elliðaánna í september 2012 og er það í samræmi við fyrri rannsóknir. Þessir tveir dýrahópar eru alla jafna mjög þýðingarmiklir sem fæða fyrir urriða, a.m.k. á vissum árstímum. Væntanlega á það einnig við um aðra laxfiskastofna á svæðinu." „Ekki er að sjá að markverðar breytingar hafi átt sér stað í þéttleika helstu botndýrahópa frá því sem áður var. Eins og árið 2011 virðist bitmýi vera í lægð í Hólmsá en á svipuðu róli og undanfarin ár á stöðvunum í Elliðaánum. Enn hafa niðurstöður rannsókna á tímabilinu 1997 til 2010 ekki verið birtar."Gloppa í rannsóknunum „Niðurstöður þessarar rannsóknar eins og fyrri rannsókna staðfesta að þéttleiki botndýra í Elliðaánum er mjög breytilegur jafnt á milli stöðva sem innan þeirra á milli ára. Slíkur breytileiki í þéttleika botndýra er vel kunnur í ám hér á landi og hefur verið lýst t.d. í Soginu og í straumvötnum á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar. Mikilvægt er að viðhalda samfellu í sýnatöku sem þessari, en jafnlangar og samfelldar vöktunarseríur sem þessi eru fágætar hérlendis." Eins og sagði í upphafi fréttarinnar þá er gloppa í rannsóknunum því enn hafa niðurstöður rannsókna á tímabilinu 1997 til 2010 ekki verið birtar. Í skýrslu Nátturfræðistofu Kópavogs segir að samanburður á gögnum frá 1982, 1990 – 1996, 2011 og 2012 leiði í ljós að þéttleiki helstu hópa hryggleysingja sé svipaður milli ára. Lesa má skýrslu Nátturfræðistofu Kópavogs hér. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði
Veiðiáhugamenn, sérstaklega þeir sem eru að egna fyrir silungi í Hólmsá, Elliðavatni og Elliðaám, gætu haft gaman af því að skoða nýja skýrslu um smádýrarannsóknir í þessu vatnakerfi. Í skýrslunni er að finna mikilvægar upplýsingar um þessi litlu dýr, sem eru jú æti urriðans og bleikjunnar. Skýrslan er vafalaust gullnáma fyrir færa fluguhnýtingarmenn. Vistkerfi Elliðaánna er merkilegt. Fáar ef þá einhverjar borgir státa af jafn hreinu og náttúrulegu vatnakerfi með gjöfulu lax - og silungaveiðisvæði innan borgarmarka sinna. Vegna þess hversu mikilvægt og viðkvæmt þetta vatnakerfi er hefur verið fylgst með því náið allt síðan um 1990. Athygli vekur að stór gloppa er í þessum rannsóknum því enn hafa niðurstöður rannsókna á tímabilinu 1997 til 2010 ekki verið birtar. Nýlega var hins vegar gerð opinber skýrsla Náttúrufræðistofu Kópavogs sem árið 2011 tók við smádýrarannsóknum á svæðinu. Skýrslan, sem nefnist „Vöktun á lífríki Elliðaánna árið 2012" var unnin fyrir Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Þess má geta að árið 2011 tóku Laxfiskar ehf., við vöktun fiskistofna Elliðaánna. Varpa ljósi á smádýrastofninn Rannsókn Nátturfræðistofu Kópavogs byggir á sýnatöku sem fór fram í fyrrihluta september á síðasta ári. Tekin voru botnsýni á þremur stöðvum á vatnasviði Elliðaánna. Efsta stöðin var ofarlega í vatnakerfinu, í Hólmsá, næsta stöð var um miðbik þess, rétt neðan Elliðavatns (stöð 1), og þriðja stöðin var neðarlega, við svokallaðan Móhyl (stöð 4). „Megintilgangur rannsóknarinnar var að fylgja eftir fyrri rannsóknum á lífríki Elliðaánna sem varpa ljósi á ástand mikilvægra smádýrastofna í vistkerfinu," segir í skýrslunni. „Reglubundin vöktun er tól til að fylgjast með mögulegum áhrifum álagsþátta á vistkerfi ánna. Slíkir álagsþættir geta m.a. tengst umferð og byggð."Rykmý og bitmý ríkjandi Í samantekt skýrslunnar segir: „Rykmý og bitmý voru ríkjandi botndýrahópar í vistkerfi Elliðaánna í september 2012 og er það í samræmi við fyrri rannsóknir. Þessir tveir dýrahópar eru alla jafna mjög þýðingarmiklir sem fæða fyrir urriða, a.m.k. á vissum árstímum. Væntanlega á það einnig við um aðra laxfiskastofna á svæðinu." „Ekki er að sjá að markverðar breytingar hafi átt sér stað í þéttleika helstu botndýrahópa frá því sem áður var. Eins og árið 2011 virðist bitmýi vera í lægð í Hólmsá en á svipuðu róli og undanfarin ár á stöðvunum í Elliðaánum. Enn hafa niðurstöður rannsókna á tímabilinu 1997 til 2010 ekki verið birtar."Gloppa í rannsóknunum „Niðurstöður þessarar rannsóknar eins og fyrri rannsókna staðfesta að þéttleiki botndýra í Elliðaánum er mjög breytilegur jafnt á milli stöðva sem innan þeirra á milli ára. Slíkur breytileiki í þéttleika botndýra er vel kunnur í ám hér á landi og hefur verið lýst t.d. í Soginu og í straumvötnum á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar. Mikilvægt er að viðhalda samfellu í sýnatöku sem þessari, en jafnlangar og samfelldar vöktunarseríur sem þessi eru fágætar hérlendis." Eins og sagði í upphafi fréttarinnar þá er gloppa í rannsóknunum því enn hafa niðurstöður rannsókna á tímabilinu 1997 til 2010 ekki verið birtar. Í skýrslu Nátturfræðistofu Kópavogs segir að samanburður á gögnum frá 1982, 1990 – 1996, 2011 og 2012 leiði í ljós að þéttleiki helstu hópa hryggleysingja sé svipaður milli ára. Lesa má skýrslu Nátturfræðistofu Kópavogs hér. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Frábær endasprettur í Stóru Laxá Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði