Suzuki hættir í Kanada líka Finnur Thorlacius skrifar 28. mars 2013 11:45 Suzuki Kizashi er einn þeirra bíla sem hverfur af markaði í Bandaríkjunum og Kanada Kemur í kjölfar lokunar Suzuki í Bandaríkjunum. Fyrir fimm mánuðum síðan tilkynnti Suzuki að fyrirtækið myndi hætta sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, enda tapaði Suzuki á sölu hvers bíls þar. Líklega hefur það sama verið uppá teningnum hvað Kanada varðar því nú hefur verið tekin ákvörðun um að loka söluuboðum Suzuki þar í landi einnig. Það þýðir að 55 söluumboðum þess þar í landi mun loka brátt, sem í sjálfu sér kemur ekkert sérstaklega á óvart en er engu að síður í þversögn við það sem haft var eftir Suzukimönnum í Kanada þegar tilkynnt var um að draga sig frá Bandaríkjunum. Þá sögðu þeir að Kanadamenn veldu frekar smáa og eyðslugranna bíla sem fá mætti með hjólhjóladrifi en Bandaríkjamenn. Nú fimm mánuðum síðar hefur Suzuki í Kanada upplifað 30% sölusamdrátt og það hlýtur að hafa fyllt mælinn. Umboð Suzuki fyrir mótorhjól og utanborðsmótora munu halda áfram starfsemi sinni í Kanada. Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent
Kemur í kjölfar lokunar Suzuki í Bandaríkjunum. Fyrir fimm mánuðum síðan tilkynnti Suzuki að fyrirtækið myndi hætta sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, enda tapaði Suzuki á sölu hvers bíls þar. Líklega hefur það sama verið uppá teningnum hvað Kanada varðar því nú hefur verið tekin ákvörðun um að loka söluuboðum Suzuki þar í landi einnig. Það þýðir að 55 söluumboðum þess þar í landi mun loka brátt, sem í sjálfu sér kemur ekkert sérstaklega á óvart en er engu að síður í þversögn við það sem haft var eftir Suzukimönnum í Kanada þegar tilkynnt var um að draga sig frá Bandaríkjunum. Þá sögðu þeir að Kanadamenn veldu frekar smáa og eyðslugranna bíla sem fá mætti með hjólhjóladrifi en Bandaríkjamenn. Nú fimm mánuðum síðar hefur Suzuki í Kanada upplifað 30% sölusamdrátt og það hlýtur að hafa fyllt mælinn. Umboð Suzuki fyrir mótorhjól og utanborðsmótora munu halda áfram starfsemi sinni í Kanada.
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent