Hundruð þúsunda hafa þegar prófað DUST 514 27. mars 2013 16:30 Áhugi á DUST 514 fer stigvaxandi þessa dagana. "Allt myndbandið er tekið upp í leiknum síðastliðinn föstudag. Það voru ríflega eitt þúsund EVE-spilarar sem tóku þátt í geimorrustunni og fjöldi manna sem tóku þátt í DUST-orrustunni á jörðu niðri." Þetta segir einn notandi um glænýtt kynningarmyndband CCP sem hefur slegið í gegn á einni stærstu leikjasíðu heims, IGN, síðustu daga. Þar sést vel hvernig samspil DUST 514 og EVE Online fer fram, ekki síst í ljósi þess að atburðirnir í myndbandinu áttu sér stað í leikjunum tveimur fyrir nokkrum dögum. Áhugi á DUST 514 fer stigvaxandi þessa dagana. Í gærkvöldi tilkynnti CCP tilkynnti útgáfu á nýrri viðbót við prufuútgáfu (Open Beta) leiksins á GDC ráðstefnunni í San Francisco, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Útgáfan ber heitið Uprising og kemur út sama dag og CCP fagnar því að áratugur er liðinn frá útgáfu fjölspilunarleiksins EVE Online. Eins og kunnugt er hefur leikurinn stækkað og eflst á hverju ári. Eru áskrifendur hans nú rúmlega 500 þúsund. DUST 514 er í dag aðgengilegur eigendum PlayStation leikjatölva í Evrópu, Eyjaálfu og Norður-Ameríku í gegnum fyrrnefnda prufuútgáfu. Ekkert kostar að prófa leikinn og hafa nokkur hundruð þúsund manns nú þegar spilað hann, samkvæmt CCP. Uprising-viðbótin mun hafa í för með sér ýmsar endurbætur fyrir spilara DUST 514. Notentaviðmót leiksins breytist, grafík hefur verið bætt auk þess sem ný farartæki, vopn og landsvæði standa nú spilurum hans til boða. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem tekið var upp síðastliðinn föstudag. Leikjavísir Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
"Allt myndbandið er tekið upp í leiknum síðastliðinn föstudag. Það voru ríflega eitt þúsund EVE-spilarar sem tóku þátt í geimorrustunni og fjöldi manna sem tóku þátt í DUST-orrustunni á jörðu niðri." Þetta segir einn notandi um glænýtt kynningarmyndband CCP sem hefur slegið í gegn á einni stærstu leikjasíðu heims, IGN, síðustu daga. Þar sést vel hvernig samspil DUST 514 og EVE Online fer fram, ekki síst í ljósi þess að atburðirnir í myndbandinu áttu sér stað í leikjunum tveimur fyrir nokkrum dögum. Áhugi á DUST 514 fer stigvaxandi þessa dagana. Í gærkvöldi tilkynnti CCP tilkynnti útgáfu á nýrri viðbót við prufuútgáfu (Open Beta) leiksins á GDC ráðstefnunni í San Francisco, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Útgáfan ber heitið Uprising og kemur út sama dag og CCP fagnar því að áratugur er liðinn frá útgáfu fjölspilunarleiksins EVE Online. Eins og kunnugt er hefur leikurinn stækkað og eflst á hverju ári. Eru áskrifendur hans nú rúmlega 500 þúsund. DUST 514 er í dag aðgengilegur eigendum PlayStation leikjatölva í Evrópu, Eyjaálfu og Norður-Ameríku í gegnum fyrrnefnda prufuútgáfu. Ekkert kostar að prófa leikinn og hafa nokkur hundruð þúsund manns nú þegar spilað hann, samkvæmt CCP. Uprising-viðbótin mun hafa í för með sér ýmsar endurbætur fyrir spilara DUST 514. Notentaviðmót leiksins breytist, grafík hefur verið bætt auk þess sem ný farartæki, vopn og landsvæði standa nú spilurum hans til boða. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem tekið var upp síðastliðinn föstudag.
Leikjavísir Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira